Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 27
eimreiðin
HÁKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM
259
Frá Ströndum. Mj'ndin er tekin um 3 km. fyrir norðan bæinn í Ófeigsfirði.
Krossnesfjail með Kálfatindum í baksýn. Toppurinn á Reykjaneshyrnu
sést yíir eiðið milli Norðurfjarðar og Ingólfsfjarðar.
tvisýnt tafl um lif og dauða, við stórviðri, ósjó og vetrar-
hríðar. Verða allar þær hrakningssögur eigi tölum taldar, þó
að mannskaðar yrðu færri en við hefði mátt búast oft og
einatt.
Aðallega voru það stærri bændur, sem áttu skipin og gerðu
þau út, og áttu þeir þá jafnframt húðir á Gjögri. Búðir þessar
voru reistar af eigendum og haldið við af þeim. Báru þær
°ftast nafn jarðanna, sem þær voru frá, svo sem Broddaness-,
Pells-, Hellu-, Kleifa- og Nesbúð o. fl.
Fyrir uppsátur var greitt 6 fjórðungar lifrar á búð hverja.
húðirnar voru með torfveggjum og torfþaki, en portbygðar
með svefnlofti, og voru oft tvær skipshafnir um eina búð.
t3egar flest var, munu nær 30 skip frá Gjögri og viðsvegar úr
Árneshreppi hafa gengið á hákarl. Á hverju skipi voru 7—11
menn eftir stærð skipanna.
Gjögur er kotjörð, 6 hundruð að stærð, sem liggur yzt á
nesinu milli Reykjarfjarðar hins syðri á Ströndum og Tré-
hyllisvíkur. Þar er undirlendi lítið og skamt til hárra fjalla.
^lest ber á Reykjaneshyrnu, sem er fagurt fjall norðan við
Gjögur, þverhnípt að sjá í sjó, en frálaust meginhálendinu af