Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 116
348
RITSJÁ
EIMREIÐIN
kemur, í þessu bindi, einkum fram í hinum ágætu og ítarlegu bréfum hans
til J. Magnúsar Bjarnasonar sagnaskálds. Eru dómar Stephans um íslenzk
og erlend skáld hinir eftirtektarverðustu, hvort sem menn eru samþykkir
þeim eða ekki. Oft liittir hann þó vel í mark, eins og með mati sínu á
Guðmundi Friðjónssyni sem Ijóðskáldi, er liann dáði mjög og þótti lik-
legur til mikilla afreka í þeirri hókmentagrein, enda hafa árin, sem síðan
eru liðin, meir en staðfest þann dóm Stephans um Guðmund á Sandi. Eitt
er það enn í sambandi við stílinn á bréfum Steplians, sem nefna her,
fyndnin og fjörið. I'au eru krydduð gamansömum frásögnum, spaugs-
yrðum og gletni, og verða því engum leiðindalestur.
Bent hefur þá verið á sögulegt og bókmentalegt gildi bréfa Stephans.
Ekki er það þó minst um vert, hve glöggri mynd þau bregða upp af
skáldinu sjálfu, baráttu hans við andvíg og örðug lifskjör, heilsteyptri
skaphöfn hans og áhugamálum. Hverjum augum sem menn kunna að líta
á sumar skoðanir hans, fá menn eigi annað en dáð það, hversu trúr hann
var sjálfum sér og kemur hreint til dyranna, hvort sem vinir hans eða
aðrir eiga í lilut.
Af bréfum, sem sérstaklega fræða lesendur um kvæðagerð skáldsins og
glæða skilning manna á ýmsum þeirra, má nefna mörg hréf lians til
Eggerts Jóhannessonar. Lýsing skáldsins á Klettafjöllum í einu þeirra
bréfa (hls. 168—171) er hreinasta gersemi. Sú lýsing ber fagurt vitni
næmri athyglisgáfu Stephans og jafnríkum hæfileika hans til að færa það,
sem bar fyrir augu lians og andans sjónir, i glöggan og litauðugan orða-
húning. En menn verða sjálfir að lesa þessa snildarlýsingu til þess að
njóta hennar og meta hana að verðleikum.
Ýmislegt er það í bréfum þessum, sem þarf skýringar við, einkum fyrir
þá, sem ekki eru því kunnugri sögu og ielagsmálum íslendinga vestan
hafs. Útgefendum hréfanna er jictta einnig fyllilega Ijóst, og eiga skýr-
ingarnar að fvlgja hverju bindi fyrir sig. Er þess að vænta, að þær verði
nægilega margar og nógu ítarlegar.
Hið íslenzka þjóðvinafélag hefur tekist á hendur liið þarfasta og þakk-
arverðasta verk með útgáfu hréfa og ritgerða Stephans skálds. Dr. Rögn-
valdur Pétursson og dr. Þorkell Jóhannesson annast útgáfuna, og ritar
hinn fyrrnefndi skýringarnar við hréfin, enda er hann þeim hnútum
kunnugur.
Með þessu VI. og síðasta bindi af Andvökum er lokið heildarútgáfu
kvæða Stephans G. Stephanssonar, og sést nú enn betur en áður, liversu
feikna afkastamaður hann liefur verið i ljóðagerð. Sætir það mikilli furðu,
þegar í minni er borið, að ritstörf hans voru unnin i hjáverkum frá þungu
og margþættu striti frumhýlingsbóndans. Iívæði hans voru, eins og liann
segir í einu hréfa sinna, „fæst fædd að degi til“, heldur eftir miðnætti.
Stel af nótlu stuttri spönn
stundum til að skrifa,
segir hann í einni lausavísunni i þessari hók. Mun það sízt orðum aukið,