Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 77
EIMREIÐIN
ÍÞRÓTT ÍÞRÓTTANNA — MÁLSNILDIN
309
um hnútana búið, að átta ljóðlínur eru í visu og tvær höfuð-
setningar í hverri ijóðlínu. Ég tek til dæmis visu eftir Pál ÓI-
afsson, sem sýnishorn þess háttar, svo vel kveðið og laukrétt
sem verða má: , , , T. ■
Land kolnar. Lind folnar.
Lund viknar. Grund bliknar.
Svell frjósa. Fjöll lýsast.
Fley brotna. Hey l>rotna.
Dug hættir. Dag styttir.
Drótt svengist. Nótt lengist.
Sól þrýtur. Sál þreytist.
Sær rýkur. Snær fýkur.
Þó að leikið geti á tveim tungum um það, hvort skáldskapur
Se í þessari vísu eða aðeins hagmælska, verður eigi um það
deilt, að vísan er til vitnis um mikla íþrótt. Sama máli gegnir
llm ferskeytluna gömlu, sem er alkunn:
Hani, krummi, iiundur, svín,
hestur, mús, titlingur —
gaiar, krunkar, geltir, lirín,
gneggjar, tístir, syngur.
Þessi visa er snildarverk, gerð af mikilli íþrótt, og þó er eigi
skáldskapur i henni fremur en vísu Páls. En það er augljóst,
menn, sem eru þannig leiknir, geta farið leikandi á fleiri
kostum, ef þeir vilja leggja sig í framkrókana þá að leita
hugmynda i ræðum og kafa djúpin eftir andlegum perlum.
^orsteini Erlingssyni fór vel vandfýsnin í vísnagerð. Hann
Var meira en bjargálna á því sviði; því að varla mun verða
fundinn þverbrestur í nokkurri ferskeytlu hans, hvort sem
Um einfalda visu er að tefla eða þær dýrt kveðnu.
I3á er ferskeytla vel gerð, ef hún er frá upphafi til enda heild.
Hæmi:
Út ú kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland —
nú á ég hvergi heima.
Annað dæmi:
Enginn grætur íslending,
einan sér og dáinn.
Þcgar alt er komið í kring,
kyssir torfa náinn.
Þessa vísu Jónasar þekkja allir.