Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 47
eimreiðin
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
279
blöðum rósanna. Nefið var beint, hakan mjó og nokkuð hvöss,
drættirnir í kringum munninn voru angurværir.
Ég á Ijósmynd af báðum drengjunum, þar sem þeir sitja
hlið við hlið á handriði sólpallsins. Guido snýr andlitinu næst-
um beint að myndavélinni, en hann lítur ögn niður á við og
til hliðar. Hendurnar eru krosslagðar, svipur hans og stell-
ingar alvörugefið og íhugult. Það var Guido, íhugull og utan
við sig, eins og hann gat orðið skyndilega, jafnvel þegar gásk-
inn og leikurinn stóðu sem hæst — eins og honum hefði alt
í einu dottið í hug að hverfa og aðeins skilið eftir likama sinn,
þöglan og fagran, eins og tómt hús, sem bíða skyldi, þangað til
hann kæmi aftur. Og við hlið hans situr Robin litli, sem snýr
andlitinu frá myndavélinni og horfir upp til Guidos, en ávalinn
á kinninni sýnir, að hann er hlæjandi. Hann lyftir annari
hendinni, en með hinni grípur hann í handlegg Guidos, með
biðjandi ákefð, eins og hann vilji fá hann til að leika við sig.
Éæturnir sprikla af óþolinmæði, þegar myndin er tekin. Hann
er rétt í þann veginn að hoppa niður og hlaupa burtu til að
fela sig í garðinum. Allir helztu eiginleikar þessara tveggja
barna birtast á þessari litlu mynd.
»Ef Robin væri ekki Robin,“ sagði Elísabet stundum, „væri
lnér nærri að óska, að hann væri Guido.“
Og jafnvel um það leyti sem ég hafði ekki neinn sérstakan
áhuga fyrir barninu, var ég henni samdóma. Mér fanst Guido
vera sá indælasti drengur, sem ég hefði nokkurn tíma séð.
Við vorum ekki þau einu, sem dáðumst að honum. Þegar
hlé urðu á deilum okkar við signoru Bondi, kom hún ósjaldan
að heimsækja okkur og talaði þá látlaust um hann. „Dásam-
*egt barn!“ hrópaði hún þá stundum i hrifningu. „Það er
sannarlega grátlegt, að hann skuli vera kominn af bændafólki,
Sem ekki hefur efni á að klæða hann sómasamlega. Ef ég ætti
hann, mundi ég klæða hann í svart flauel, eða litlar, hvítar
hnébuxur og hvíta prjónaða silkitreyju með rauðri snúru á
hraganum og ermabrotunum. Ef til vill væru hvít ,,matros“-
föt það lang bezta. Og svo á veturna í lítinn loðskinnsfrakka
nieð húfu úr íkornaskinni og ef til vill rússnesk stígvél ...“
hnyndunaraflið var að hlaupa með hana í gönur. „Og ég mundi