Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 90
322
RYKIÐ AF VEGINUM
EIMREIÐIN
— Æ, þetta kjöt er ekki upp á þaÖ bezta. Finst yður það
ekki ?
— Ha? Voruð þér að tala við mig? spurði ungi maðurinn
og hrökk við.
Skarpleita konan brýndi röddina: — Ég sagði bara, að þetta
kjöt væri ekki upp á það bezta.
Ungi maðurinn kinkaði kolli: — Nei, sagði hann. Kjötið
er ekki upp á það bezta.
— Ég get ekkert fundið að því, sagði maðurinn með ístruna.
— Getur þú ekkert fundið að því? spurði skarpleita konan
í viðsjárverðum tón.
;— Nei, nei, kona góð, sagði maðurinn með ístruna. Kjötið
er ekki upp á það bezta.
— Það er undarlegt, að maður skuli ekki fá lax, þegar maður
er loksins kominn upp í sveit. Heyrið þér, þjónn! fáurn við
ekki lax á morgun?
— Jú, takk, sagði þjónninn.
— Það er ágætt, sagði skarpleita konan. Finst yður ekki
reglulega viðkunnanlegt hérna?
— Voruð þér að tala við mig? spurði ungi maðurinn.
— Ég sagði bara, að það væri reglulega viðkunnanlegt hérna-
— Jájá, samþykti ungi maðurinn. Það er reglulega viðkunn-
anlegt hérna, eiginlega framúrskarandi viðkunnanlegt ...
— Það er svo indælt að horfa á ána, sagði skarpleita konan.
Mikið lifandi-óskapa-kynstur rennur af vatninu framhjá a
hverri mínútu.
Hún leit sigri hrósandi kringum sig, eins og vísindamaður,
sem hefur uppgötvað eitthvað merkilegt.
— Alveg rétt, kona góð, sagði maðurinn með ístruna. Alveg
hárrétt. Það myndi fylla nokkrar þriggjapelaflöskur, hihihi-
— Þú hugsar ekki um annað en þessa flöskufjanda, sagði
skarpleita konan og hnyklaði brýnnar. Ég er sannarlega fegin
því, að við skulum vera komin út úr bænum.
Ungi maðurinn hafði óvart sett hnifblaðið upp í sig. Hann
kafroðnaði og skáskaut augunum yfir borðið. En sessunautai'
hans höfðu hvorugt veitt því athygli, að hann setti hnífblaðiö
upp í sig.