Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 87
eimreiðin
Rykið af veginum.
Smásaga eftir Olaf Jóh. Sigurðsson.
Hér hefur fljótiS runnið, djúpt og blátt, löngu áður en menn-
Jrnir lögðu veginn norður yfir og bygðu brú á fljótið. Hér
hefur kræklóttur birkiskógurinn brurnað á vorin og felt sín
bleiku blöð á haustin, löngu áður en mennirnir reistu sumar-
Sistihús rétt við brúarsporðinn og girtu kringum skóginn með
Saddavir.
En handan við fljótið og hinumegin við kjarrið, sjáum við
§rsena mýri ofan við hnúskótta valllendisbakka. Tvær hvítar
alftir vappa tignarlega í einni leirkeldunni, eins og tvær ráð-
Settar konur. Við segjum: Þessi mýri var grá af sinu snenmia
1 vor. En nú er hún orðin græn.
Urrr! Arrr! Áætlunarbíllinn brunar hratt heim að gistihús-
mu> sólin glampar á lakkinu, og rykið þyrlast hátt í loft upp
1 ryðbrúnum strókum. Út úr honum kemur gamall maður með
]stru og gömul kona, hávaxin og skarpleit.
-Hvar eru töskurnar okkar? segir hún í ströngum mál-
rómi.
Þær eru aftur i, segir bílstjórinn.
En hvar er taskan mín? segir ungur maður og hoppar
fimlega út úr farartækinu. Hann er í gráum jakka og gráum
Pokabuxum. Hann er með langa reykjarpípu í munninum og
litla ljósmyndavél í hendinni.
Taskan yðar er aftur í, segir bílstjórinn og snýtir sér
Eressilega í dröfnóttan vasaklút.
En þegar þau hafa loks fengið sinar einu réttu töskur, ganga
þau öll þrjú upp tröppur sumargistihússins, ungi maðurinn
fyrstur, þá háa konan skarpleita og síðan gamli maðurinn með
‘struna. En áætlunarbíllinn heldur hinsvegar áfram í áttina
fil næsta áfanga. Hann geymir innan í sér aðrar manneskjur,
sem þurfa að kornast ennþá lengra.