Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 70
302
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
eimreiðin
Við tilhugsunina um að eiga að ferðast niður að sjó —
þangað sagði signora Bondi, að þau ættu að fara — komst
Guido í sjöunda himin af tilhlökkun. Robin hafði sagt honum
svo mikið um hafið. „Tanta acqua!‘n) Það var nærri því altof
gott til að vera satt. Og nú átti hann að fá að ferðast og fá að
sjá þessa dásemd. Hann kvaddi fjölskyldu sína fullur von-
glaðrar tilhlökkunar.
En þegar dvölinni við sjóinn var Iokið, og þau voru sezt að
á heimili signoru Bondi í Florens, fór hann að þjást af heim-
þrá. Signora var að vísu ákaflega vingjarnleg við hann, keypti
handa honum ný föt, fór með hann út, til að drekka te á Via
Tornabuoni og tróð i hann kökum, jarðarberjasafti í ís, rjóma-
froðu og súkkulaði. En hún lét hann æfa sig meira á píanóið
en hann kærði sig um, og það sem verra var, hún tók af hon-
um bækur Eukleidesar, af því að hann varði of miklum tíma
í lestur þeirra. Og þegar hann sagði, að hann vildi helzt fara
heim, dró hún hann á því með loforðum og afsökunum og
jafnvel með beinum ósannindum. Hún sagði, að hún gæti ekki
farið með hann heim strax, en kannske í næstu viku, ef hann
væri hlvðinn og' iðinn að æfa sig á pianóið, í næstu viku. . • •
Og þegar sá tími kom, sagði hún honum, að faðir hans kærði
sig ekki um að fá hann aftur. Hún margfaldaði dálæti sitt,
gaf honum dýrar gjafir og tróð í hann enn meira af óhollum
mat. En það bar engan árangur. Guido kærði sig ekki um þetta
nýja líf, vildi ekki æfa fingraæfingar, þráði bækurnar sinar
og þráði að komast heim til bræðra sinna og systra. En signora
Bondi vonaði stöðugt, að timinn og súkkulaðið mundi að lok-
um snúa barninu til hennar, og til þess að halda fjölskyldu
hans álengdar, skrifaði hún Carlo bréf með fárra daga milli-
bili og sagði í þeim, að þau væru ennþá úti við ströndina (hún
sendi þau jafnvel fyrst til kunningja síns þar, sem síðan sendi
þau aftur til Florens) og lýsti með mörgum fögrum orðum
hvað Guido væri ánægður og hamingjusamur.
Um þetta leyti hafði Guido skrifað bréfið til mín. í örvænt-
ingu sinni hefur hann snúið sér til min, því að eina ástæðan
fyrir því að enginn af fjölskyldu hans skyldi vilja leggja það
1) Sóra vatnið.