Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 48
280
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
EIMREIÐIN
láta hárið vaxa, verða hálfsítt og láta svo vefja það neðst í
litla lokka. Og klippa á hann ennistopp. Allir mundu snúa sér
við og horfa á eftir oltkur, ef ég tæki hann með mér út á Via
Tornabuoni."
Það sem yður langar helzt til að fá, er ekki barn — hefði ég
helzt viljað segja við hana — það er vélbrúða eða taminn api.
En ég sagði það ekki —■ sumpart af því að ég vissi ekki hvað
vélbrúða var á ítölsku, og sumpart af því að ég kærði mig
ekki um að eiga það á hættu, að húsaleigan yrði enn hækkuð
um 15%.
„Ó að ég ætti svona lítinn dreng!“ Hún stundi og leit til
jarðar með saldeysislegum feimnissvip. „Ég elska börn. Stund-
um er ég að hugsa um að taka fósturbarn — það er að segja,
ef maðurinn minn vill leyfa mér það.“
Mér varð hugsað til veslings gamla mannsins og stóra, hvíta
hundsins hans, sem dró hann vægðarlaust á eftir sér, og ég
brosti með sjálfum mér.
„En ég veit ekki, hvort hann vill leyfa mér það,“ hélt signora
áfram, „ég veit ekki, hvort hann vill það.“ Hún þagði stundar-
korn, eins og hún væri að velta fyrir sér einhverju, sem henni
hel'ði skyndilega komið til hugar.
Nokkrum dögum síðar, þegar við sátum úti í garði og drukk-
um kaffi eftir morgunverðinn, nam faðir Guidos staðar fyrir
framan okkur og gaf sig á tal við okkur, í staðinn fyrir að
ganga framhjá og kinka kolli um leið og hann byði glaðlega
góðan daginn, eins og venjulega. Hann var fallegur, glæsilegur
maður, ekki mjög hár, en íturvaxinn, snar og liðugur í hreyf-
ingum og fullur lífsþróttar. Andlitið var brúnt og grannleitt
með rómverskum dráttum og augun þau gáfulegustu, sem ég
hef nokkru sinni séð. Þau voru næstum að segja alt of gáfu-
leg, þegar hann reyndi, sem ósjaklan kom fyrir, að telja manni
trú um eitthvað, eða veiða eitthvað upp úr manni, og leit á
mann með uppgerðar svip —■ ímynd hins fullkomna heiðar-
leika og barnslega sakleysis. Gáfurnar Ijómuðu, í sjálfsvitund
sinni, í meinfýsnum augunum. Andlitið gat verið stirðnað,
steinrunnið, já, næstum bjánalegt, en augun komu altaf upp
um hann við slík tækifæri. Maður vissi, að þörf var fylstu
varkárni, þegar þau tindruðu þannig.