Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Page 48

Eimreiðin - 01.07.1939, Page 48
280 LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN EIMREIÐIN láta hárið vaxa, verða hálfsítt og láta svo vefja það neðst í litla lokka. Og klippa á hann ennistopp. Allir mundu snúa sér við og horfa á eftir oltkur, ef ég tæki hann með mér út á Via Tornabuoni." Það sem yður langar helzt til að fá, er ekki barn — hefði ég helzt viljað segja við hana — það er vélbrúða eða taminn api. En ég sagði það ekki —■ sumpart af því að ég vissi ekki hvað vélbrúða var á ítölsku, og sumpart af því að ég kærði mig ekki um að eiga það á hættu, að húsaleigan yrði enn hækkuð um 15%. „Ó að ég ætti svona lítinn dreng!“ Hún stundi og leit til jarðar með saldeysislegum feimnissvip. „Ég elska börn. Stund- um er ég að hugsa um að taka fósturbarn — það er að segja, ef maðurinn minn vill leyfa mér það.“ Mér varð hugsað til veslings gamla mannsins og stóra, hvíta hundsins hans, sem dró hann vægðarlaust á eftir sér, og ég brosti með sjálfum mér. „En ég veit ekki, hvort hann vill leyfa mér það,“ hélt signora áfram, „ég veit ekki, hvort hann vill það.“ Hún þagði stundar- korn, eins og hún væri að velta fyrir sér einhverju, sem henni hel'ði skyndilega komið til hugar. Nokkrum dögum síðar, þegar við sátum úti í garði og drukk- um kaffi eftir morgunverðinn, nam faðir Guidos staðar fyrir framan okkur og gaf sig á tal við okkur, í staðinn fyrir að ganga framhjá og kinka kolli um leið og hann byði glaðlega góðan daginn, eins og venjulega. Hann var fallegur, glæsilegur maður, ekki mjög hár, en íturvaxinn, snar og liðugur í hreyf- ingum og fullur lífsþróttar. Andlitið var brúnt og grannleitt með rómverskum dráttum og augun þau gáfulegustu, sem ég hef nokkru sinni séð. Þau voru næstum að segja alt of gáfu- leg, þegar hann reyndi, sem ósjaklan kom fyrir, að telja manni trú um eitthvað, eða veiða eitthvað upp úr manni, og leit á mann með uppgerðar svip —■ ímynd hins fullkomna heiðar- leika og barnslega sakleysis. Gáfurnar Ijómuðu, í sjálfsvitund sinni, í meinfýsnum augunum. Andlitið gat verið stirðnað, steinrunnið, já, næstum bjánalegt, en augun komu altaf upp um hann við slík tækifæri. Maður vissi, að þörf var fylstu varkárni, þegar þau tindruðu þannig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.