Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 24
EIMREIÐIN
Hugur — Haucli.
Eftir Guðmund Finnbogason.
Málfræðingar hafa ekki enn með neinni vissu getað skýrt
nppruna orðsins hugur, sem þó lcemur fyrir í öllum ger-
mönskum málum í sömu merkingu og í íslenzlcu: á norsku
liug, sænsku hug, hág, dönsku liu, gotnesku hugs, engilsax-
nesku hgge, fornlágþýzku hugi, fornháþýzku hugu, miðhá-
þýzku huge, hiige. Orðið kemur fyrir í mörgum fornþýzkum
mannanöfnum, svo sem Ernst Förstemann: „Altdeutsches
Namenbuch“ sýnir, og er þá ýmist ritað Hug-, Huc-, Huch-, eða
Huk-, og er merkingin þar talin hin sama og í íslenzku. Hug-
leikr konungur Svía er nefndur í Ynghnga sögu.
Vandinn er sá, að ekki hefur tekist að rekja þetta orð til
sömu rótar og einhver önnur orð, er brugðið g'ætu ljósi yfir
frummerkingu þess.
Mér hefur fyrir nokkrum árum hugkvæmst, að hugur væri
skylt þýzica orðinu Hauch: andarblær, andvari, vindblær-
Sögnin hauchen: anda, hlása, anda frá sér, kemur fyrir a
13. öld i miðháþýzku myndinni húchen, en uppruni orðsins
er ókunnur. Nú er það alkunnugt, að frummerking þeirra
orða, sem tákna sál, er í ýmsum málum: vindur, andblær,
andardráttur, svo sem animus og anima á latínu (sbr. ane-
mos, vindur, á grísku). Gríslca orðið psyke merkir og bæði
andardrátt og sál, eins og andi og önd á íslenzku. Ef til vill
er frummerkingin í þýzka orðinu Geist og enska orðinu gliost:
andi, af sama toga, sbr. gustur á íslenzku. Ef hugur er skyll
Hauch, kemur þar fram sama trúin sem birtist í.þeim dæm-
um, sem nú voru nefnd, að sálin sé í rauninni sama og andar-
drátturinn eða nátengd honum.