Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 95
eimreiðin
RYKIÐ AF VEGINUM
327
— Nei, sagði ungi maðurinn. Ég hef ekki séð hann.
— Guð má vita, hvert maðurinn hefur farið. Þjónn! Hafið
þér ltannske séð hann?
■— Því miður, sagði þjónninn.
•— Hvernig í ósköpunum stendur á því, að hann kemur ekki
1 matinn á réttum tíma? Kannske eitthvað hafi komið fyrir
hann?
í sömu svifum rölti maðurinn með ístruna inn í borðsalinn.
Hann slangraði handleggjunum út i loftið og brosti til beggja
hliða. Það var l'ljótséð, að hann var í óvenju góðu skapi.
— Seint koma sumir, en koma þó, sagði hávaxna konan og
horfði rannsakandi á hann. Hvar hefurðu eiginlega verið?
Fyrirgefðu, elskan mín. Ég fór að skoða skóginn hérna
fyrir innan. Ljómandi fallegur skógur. Þú ættir að skoða hann
hka, elskan mín.
— Já, ég sé svo sem að þér hefur þótt hann fallegur. Þú
ei't víst búinn að gleyma því, sem læknirinn sagði ...
— Læknirinn, elskan mín ... Hvað sagði læknirinn?
— Þú ættir að vita það bezt sjálfur. Eða hvar gaztu náð
1 þennan bölvaðan óþverra?
'— Náð í hvað, elskan mín?
— Ég vil ekki hlusta á þetta „elskan mín“. Þú veizt, hvað
eg meina. Það leynir sér ekki, að þú hefur náð í þennan bölv-
aÓan óþverra. Það er sama hvar þú ert: alstaðar tekst þér að
þefa uppi áfengi.
Maðurinn með ístruna strauk svitadropana af enninu. Eig-
um við ekki að fara að borða, sagði hann hæversklega. Sko!
hetta er alveg hunangsmatur!
—- Einmitt það. Þú ert ekki vanur að kalla svona kássu
hunang.
Nú, ef það kássa. Það var leiðinlegt. Það var mjög leið-
iulegt. Eigum við nokkuð að borða þessa kássu ... ?
— Drektu nýmjólk, sagði hávaxna konan. Borðaðu græn-
uieti. Þér veitir ekki af því.
— Eg hef ekki lyst á nýmjólk núna ... Ég er búinn að
drekka þessi býsn af nýmjólk í dag. ... En vertu ekki svona
^uggin, elskan min. Við fáum betri mat á morgun ...
— Við förum á morgun, sagði hávaxna konan.