Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 30
262
HÁKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM
EIMREIÐIN
ávalt einmöstruð, en með tveim segluin, er bæði voru á sama
mastri. Neðra seglið var geysistórt og nefndist stórsegl. Það
var sein lög gera ráð fyrir breiðast neðst, en mjókkaði upp,
að neðan var það í'est við beitilásinn, en seglrána að ofan.
Upp af því var fokkan, hún var með sama lagi, en mikið
minni. Var hún að neðan fest við seglrá stórseglsins og
dregin upp með sérstökum fal.
í hverju skipi var lifrarkassi, er tólc 12—14 tunnur. Var
hann í tveim miðrúmum skipsins þannig, að hægt var að róa
beggja vegna við hann.
Með hverju skipi voru og tvö akkeri, þó aðeins annað væri
notað, var þá annað til vara; stundum var það akkeri og
dreki. Þrjár 30 faðma langar járnfestar fylgdu einnig.
Ein þessara festa nefndist tampur, og fylgdi henni svo
nefndur tampús. Hún var eigi noluð við akkeri, heldur þegar
skurðarróðrar voru, þ. e. þegar leið á veiðitímann og farið
var að taka mestmegnis aðeins lifrina úr hákarlinum.
Þegar tampurinn var notaður, var tampásinn festur þvert
yfir skipið milli saxa fyrir framan mastrið og festarendarnir
gerðir fastir í ásendana, en festarlykkjan lá í sjó undir botni
slcipsins. Þegar svo hákarl var settur í tamp, var aðeins tekin úr
honum lifrin og látin í kassann, en skrokknum rent á tainp-
festina þannig, að gat var gert í haus hákarlsins fyrir ofan
augu; var það nefnt að trumba hákarlinn og gatið einnig
nefnt trumba og honum síðan rent á tampinn, og lenti hann
þá í festarlykkjunni undir botni skipsins.
En gæta varð þess, er tveim fyrstu hákörlunum var rent
á lestina, að eigi yrði bragð eða snúningur á milli þeirra á
festinni, því þá áhlekkjaðist hann sem kallað var, þ. e. varð
fastur á festinni, því rent var á tampinn frá báðum endum
hans. Varð þá aðeins helmingurinn af hákarlinum laus,
þegar öðrum endanum var slept, ef áhlekkjað var. Þá var
aðeins um tvent að gera, sleppa báðum endum og tapa svo
festinni, sem ekki þótti gott, eða þá skera ofan af henni, þ. e-
draga hana upp og skera af efstu hákarlana í sjólokununi
jafnótt og upp koniu. Var það oftast gert, ef áhlekkjun kom
fyrir, en þótti aldrei gott verk.
Akkerisfestin var, auk járnfestarinnar, sem næst var akker-