Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 32
264
HÁKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM
EIMREIÐIN
nefnt, en það var í því innifalið að binda nátthúsið niður og
taka strik það, er eftir skyldi sigla í land, því jafnan mátti
við búast, að heimförin yrði í hríðar- eða næturmyrkri og
landsýn falin.
Hákarlabeitan var mestmegnis hangið hrossaket, saltað
selspik með húðinni — og hét þá húðarselur — og einnig
heilir selir, sem þótti betra. Ennfremur var beitt úr hákarl-
inum sjálfum því sem nefnt var gallpungur og sál. Gallpung-
urinn er hylki með grænleitum lýsiskendum vökva, er
liggur milli lifrarbroddanna og heldur þeim saman. En sálin
er hjartamyndaður kirtill eða vöðvi, sem liggur í brjóstholinu
rétt við tálknin.
Þegar beitt var bæði hrossaketi og sel var hafður sinn bit-
inn af hvoru, og hét það að beita tálbeiting. Var beitt á allan
legg sóknarinnar upp að spaða, en hvorki á odd né í bugðu.
Venjulega byrjuðu róðrar heimamanna norður þar stuttu
eftir nýár, en aðkomumenn þeir, er búðir áttu og uppsátur
höfðu á Gjögri, komu eigi fyr en með Þorra.
Það sem aflaðist í fyrstu legunum var alt flutt í land, bæði
hákarl og iifur, og nefndust það doggaróðrar.
Það þótti skemma fyrir afla að kasta hákarli eða rusli úr
honum í sjóinn, og þurfti þá lengra að sækja i næsta róðri,
en það þótti hvergi nærri gott meðan dag var litt tekið að
lengja. Til þess að koma skipulagi á þetta, héldu formenn fund
í byrjun vertíðar og gerðu með sér skriflegan samning um
það, að enginn þeirra mætti sleppa hákarli í sjó fyr en eftir
einhvern tiltekinn tírna, t. d. 20. marz eða 1. april, eftir því
sem að samkomulagi varð í hvert sinn. Undir samninginn
skrifuðu svo allir formenn á veiðisvæðinu, og gilti hann eftii'
það sem lög fyrir þá vertíð.
Þó að víti væru engin eða viðurlög við broti á samkomu-
lagi þessu, var það víst betur haldið en mörg önnur lög, og
sannaðist þar hið fornkveðna, að gott er, sem sjálfum semur.
Smærri skipin, svo sem sexæringar, er lítið gátu flutt i
samanburði við áttæringa og tenæringa, höfðu suma hákarl-
ana heila utanborðs. Voru það nefndar lilessur og að róa fyr^r
hlessum. Var það oft ærið erfiði og gelck seint, því oft fóru