Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN
ÍÞRÓTT ÍÞRÓTTANNA — MÁLSNILDIN
311
Örn Arnarson hefur leikið sér — í Odds rímum hins sterka
af Skaganum — að þungum, þ. e. örðugum hætti — hagkveð-
linga —, þar sem hann hefur samrímað fyrstu orð hendinga,
auk miðríms. Þær rímur hafa til brunns að bera skáldsltap,
uuk rímsnildarinnar. Þessar rimur af Oddi og Alþingisrímur
öuðmundar Guðmundssonar sýna og sanna, að rímur geta haft
bókmentagildi.
— Ég vil skjóta þvi inn í þetta mál, af því að á tveim tung-
um leikur um höfund Alþingisrímnanna, að Guðmundur Guð-
uiundsson sagði mér, að hann væri höfundur rímnanna. Það
samtal átti sér stað í ísafjarðarkaupstað, þegar Guðmundur
Var þar búsettur. En eigi man ég ártalið.
Ég vík nú aftur að ferhendunni. Þá vísnagerð hafa íslend-
ingar iðkað mörg hundruð ár, svo alment og látlaust, að
dauðir menn hafa kveðið engu miður en þeir, sem voru og eru
i lifanda lífi. Og þeir dánu eru fyllilega eins vandvirkir sem
hinir. Það sýna Draumvísur, sem prentaðar eru tveim sinn-
nm í Skírni, að tilstuðlan Theodóru Thoroddsen — ágætlega
úr garði gerðar. Þar sést það, að snild skáldanna nær út yfir
gröf og dauða, og að hún druknar eigi í sjó.
Iþrótt skáldmæltra manna — er hún nokkurs virði fyrir
tjóðina? Það verður eigi véfengt, að framleiðsla verðmæta
úr skauti náttúrunnar eru meira verð fyrir líf og afkomu
nianna en vísnagerð og lcvæða.
Oft eru skáldin auönusljó
Segir gamalt máltæki. En það bætir við:
Gaman er að geta þó
gert ferskeytta bögu.
Þarna er drepið á merg málsins: gamanið, ánægjuna, yndið.
Vísnagerð er oft gamanleikur, dægradvöl, stytting leiðinda-
stundar. Sjaldan hafa vísnasmiðirnir kastað niður verki, þó
þeim hryti vísa af munni.
Meðan þjóð vor hafði fátt skemtana um að velja, var sú
úægrastytting helzt að gera og kveða vísur. Þegar til vísu var
vandað, má með sanni segja að íþrótt væri erfið. Og stakan
var oft og tíðum nokkurskonar ofn fjrrir sálina.