Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 66
298
LITLI STÆRÐFRÆÐIN'GUHINN
EIMREIÐIN
„E’ tnnto bello!“l) sagði hann og sýndi mér pappírskristall-
inn sinn; og þegar ég spurði hann, hvernig hann hefði farið
að búa hann til, hrosti hann og sagði, að það hefði verið svo
auðvelt. Ég leit á Elísabetu og hló. En ég fann, að það hefði
verið tilhlýðilegt og táknrænt, ef ég hefði lagst á fjóra fætur,
dillað hinum andlega útvexti á mínum os coccyx1) og látið
undrandi aðdáun mína í ljós með gelti.
Þetta var óvenjulega heitt sumar. í byrjun júlí fór Robin
litli, sem ekki var vanur svo miklum hitum, að verða fölur og
þreytulegur útlits; hann varð sljór og inisti algerlega matarlyst.
Læknirinn réði okkur að leita til fjalla. Við ákváðum, að dvelja
í Sviss næstu tíu eða tólf vikur. Ég gaf Guido sex fyrstu bækur
Eukleidesar á ítölsku að skilnaði. Hann blaðaði í þeim og
horfði með sælubrosi á flatarmálsmyndirnar.
„Bara að ég gæti lesið,“ sagði hann. „Ég er svo heimskur.
En nú ætla ég fyrir alvöru að reyna að læra það.“
Frá gistihúsinu í nánd við Grindelwald sendum við honuni
í nafni Robins mörg bréfspjöld með myndum af kúm, alpa-
tindum, svissneskum kofum, eilífðarblómum og öðru þess
háttar. Við fengum ekki svör við þessum bréfspjöldum, en
við væntum þeirra heldur ekki. Guido kunni ekki að skrifa, og
það var engin von til þess, að faðir hans eða systur færu að
leggja á sig það erfiði að skrifa fyrir hann. Engar fréttir eru
góðar fréttir, hugsuðum við. Og svo dag einn í byrjun septem-
ber kom einkennilegt bréf til gistihússins. Umsjónarmaðurinn
hafði hengt það upp á glertöfluna í anddyrinu, svo að allir gest-
irnir gætu séð það, og sá sem hefði ástæðu til að halda, að það
væri til hans, gæti gert kröfu til þess. Þegar við gengum fram
hjá töflunni á leið til morgunverðar, staldraði Elísabet við
og leit á það.
„Þetta hlýtur að vera frá Guido,“ sagði hún.
Ég kom nær og leit á umslagið yfir öxl hennar. Bréfið var
frímerkjalaust og alt þakið svörtum póststimplum. Stórir
fálmandi upphafsstafir skrifaðir með blýant, þöktu alla for-
síðuna. í fyrstu línu stóð skrifað: AL BABBO DI ROBIN, og
svo kom brosleg eftirlíking á nafni gistihússins og staðarins.
1) Ákaflega fallegt! 2) Os coccyx: rófuliður.