Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Side 66

Eimreiðin - 01.07.1939, Side 66
298 LITLI STÆRÐFRÆÐIN'GUHINN EIMREIÐIN „E’ tnnto bello!“l) sagði hann og sýndi mér pappírskristall- inn sinn; og þegar ég spurði hann, hvernig hann hefði farið að búa hann til, hrosti hann og sagði, að það hefði verið svo auðvelt. Ég leit á Elísabetu og hló. En ég fann, að það hefði verið tilhlýðilegt og táknrænt, ef ég hefði lagst á fjóra fætur, dillað hinum andlega útvexti á mínum os coccyx1) og látið undrandi aðdáun mína í ljós með gelti. Þetta var óvenjulega heitt sumar. í byrjun júlí fór Robin litli, sem ekki var vanur svo miklum hitum, að verða fölur og þreytulegur útlits; hann varð sljór og inisti algerlega matarlyst. Læknirinn réði okkur að leita til fjalla. Við ákváðum, að dvelja í Sviss næstu tíu eða tólf vikur. Ég gaf Guido sex fyrstu bækur Eukleidesar á ítölsku að skilnaði. Hann blaðaði í þeim og horfði með sælubrosi á flatarmálsmyndirnar. „Bara að ég gæti lesið,“ sagði hann. „Ég er svo heimskur. En nú ætla ég fyrir alvöru að reyna að læra það.“ Frá gistihúsinu í nánd við Grindelwald sendum við honuni í nafni Robins mörg bréfspjöld með myndum af kúm, alpa- tindum, svissneskum kofum, eilífðarblómum og öðru þess háttar. Við fengum ekki svör við þessum bréfspjöldum, en við væntum þeirra heldur ekki. Guido kunni ekki að skrifa, og það var engin von til þess, að faðir hans eða systur færu að leggja á sig það erfiði að skrifa fyrir hann. Engar fréttir eru góðar fréttir, hugsuðum við. Og svo dag einn í byrjun septem- ber kom einkennilegt bréf til gistihússins. Umsjónarmaðurinn hafði hengt það upp á glertöfluna í anddyrinu, svo að allir gest- irnir gætu séð það, og sá sem hefði ástæðu til að halda, að það væri til hans, gæti gert kröfu til þess. Þegar við gengum fram hjá töflunni á leið til morgunverðar, staldraði Elísabet við og leit á það. „Þetta hlýtur að vera frá Guido,“ sagði hún. Ég kom nær og leit á umslagið yfir öxl hennar. Bréfið var frímerkjalaust og alt þakið svörtum póststimplum. Stórir fálmandi upphafsstafir skrifaðir með blýant, þöktu alla for- síðuna. í fyrstu línu stóð skrifað: AL BABBO DI ROBIN, og svo kom brosleg eftirlíking á nafni gistihússins og staðarins. 1) Ákaflega fallegt! 2) Os coccyx: rófuliður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.