Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 88
320
RYKIÐ AF VEGINUM
eimrbiðin
2.
I eldhúsinu var mikil stybba og svækja. Það lyktaði alt af
steiktu kjöti og sjóðheitu kaffi. Kokkurinn ýtti kámugu pott-
lokinu aftur á hnakka, krosslagði hendurnar framan á mag-
anum og sagði kjarnyrtar sögur um kvenfólkið í Hamborg.
Hann hafði kynst kvenfólkinu í Hamborg þegar hann var á
skipinu. Hann var seinast á skipinu i hitteðfyrra. — Það var
náttúrlega fjárans yfirsjón að fara nokkurntíma af því. En
herra minn trúr! Aldrei hafði honum komið til hugar, að
þessar ómyndir hérna, sem áttu að heita í pilsum, væru jafn-
gersneyddar öllum virðingarverðum og sjálfsögðum hæfileik-
um. Þær virtust ekki hafa sál og þaðan af síður venjulegan
líkama. — Ég veit ekki, hvað maður á að kalla ykkur, sagði
hann.
— Þér ferst, sagði Stina. (Hún hafði fótleggi, sem mintu á
símastaura). — Þú ættir að halda kjafti, sálarlaust kvikindið.
— Og þú ættir að fara til Hamborgar, sagði kokkurinn fliss-
andi. — Þú ættir að sjá, hvernig þær hafa það i Hamborg.
— Mig varðar ekkert um, hvernig þær hafa það, sagði Stína
og hristi höfuðið stórhneyksluð. Þær eru sjálfsagt hreinasta
fyrirtali handa þér og öðrum álíka skepnum, sem hafa enga
sál og trúa ekki á neitt nema fyllirí — og annað ennþá verra.
— Ég hef sál, mótmælti kokkurinn. Ég hef stóra sál.
— Nei, sagði Stína. Þú ert vita-sálarlaus, greyskinnið.
— Ég er trúaður, sagði kokkurinn. Ég er mjög trúaður.
— Það er lýgi. Þú trúir ekki á neitt heilagt. Þú hefur sagt
það sjálfur.
— Ég trúi á þig, sagði kokkurinn.
— Skammastu þín ekki að guðlasta svona, sagði Stína og
sló til hans með rennblautri uppþvottardulunni. Kokkurinn
snaraðist að henni og reyndi að kyssa hana. Hún braust u®
á hæl og hnakka, en samt sem áður tókst honum að kyssa
hana, ekki einu sinni, heldur tvisvar sinnum.
— Dísa, kallaði hún hástöfum. Hjálpaðu mér, Dísa!
Ljóshærða stúlkan, sem hafði verið að þurka leirinn, leit
brosandi til þeirra, en aðstoð hennar í málinu var óþörf, ÞV1
að kokkurinn slepti taldnu og skellihló.
— Ájæja, sagði hann hróðugur. Þetta grunaði mig altaf!