Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 53
eimreiðin
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
285
vitsmunalegra röksemda, þegar bæði börnin komu hlaupandi
inn í stofuna, Guido á undan og Robin litli másandi á eftir.
Guido nam staðar fyrir framan grammófóninn og stóð
þar hreyfingarlaus og hlustaði. Ljós, blágrá augun þöndust
nt. Hann greip með þumalfingri og vísifingri hægri handar í
neðri vörina og kipti i öðru hvoru — kækur, sem ég hafði
oft séð hjá honum áður. Hann hlaut að hafa andað djúpt að
sér, því að ég tók eftir, að þegar hann hafði hlustað í nokkr-
nr sekúndur, andaði hann snögt frá sér og að sér að nýju.
Andartak leit hann á mig — með spyrjandi, undrunarbland-
inni hrifningu — svo hló hann stuttum hlátri, sem endaði í
oinskonar skjálfandi snökti, og svo snéri hann sér aftur að
nflgjafa þessara óskiljanlegu tóna. Robin hermdi nákvæm-
lega eftir eldri félaga sínum, stilti sér upp fyrir framan
grammófóninn, í nákvæmlega sömu stellingum og horfði
öðru hvoru á G,uido, til þess að vera viss um að gleyma engu,
ekki einu sinni að kippa í vörina á réttan hátt. En eftir eina
oiínútu var hann orðinn leiður á því.
>.Hermenn,“ sagði hann og snéri sér að mér, „ég vil fá her-
Rienn. Eins og í London." Hann mundi eftir því, þegar hann
hafði fengið að þramma fram og aftur um stofuna eftir sterku
hljóðfalli danslaganna.
Ég lagði fingurna á munninn. „Á eftir,“ hvíslaði ég.
Robin tókst að þegja og standa kyr í svo sem tuttugu sek-
úndur. Svo greip hann í handlegginn á Guido og kallaði:
-»Vieni, Guido! Hermenn. Soldati. Vieni ginocare soldati."1)
Þá sá ég Guido missa þolinmæðina í fyrsta skifti. ,,Vai!“2)
hvíslaði hann reiðilega, sló á krepta hönd Robins og hrinti
honum hranalega frá sér. Svo hallaði hann sér enn nær fón-
hium, eins og hann vildi vinna upp aftur það sem hann hafði
farið á mis við, þegar Robin ónáðaði hann, með því að hlusta
tnn fjálglegar.
Robin horfði undrandi á hann. Annað eins og þetta hafði
aldrei skeð fyr. Svo fór hann að gráta og kom lil mín, til að
)eita huggunar.
Þegar lagið var búið og hugur Guidos leystur úr álögum,
I) Komdu að leika hermenn; 2) Farðul