Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 73
EIMREIÐIN
r
Iþrótt íþróttanna — málsnildin.
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Mikið er nú á dögum rætt um íþrótlir og þær auglýstar og
«1 þeirra kostað. Mest er þeim íþróttum haldið á lofti, sem
kalla mætti með réttu fótamentun. Andlegum íþróttum er gert
l®gra undir höfði.
Alþjóð Islands mun í fersku minni, að nýlega gaf ríklund-
aður kaupsýslumaður lystibíl til vaxtar og viðgangs íþrótta-
^ðkunum, þeim sem tilheyra fótum fremur en höfði. Vera má
að hinn örláti maður hafi litið svo á, að ríkisgjafari allra góðra
hluta, landsstjórnin (og fjárveitingavaldið), sæi um að menta
höfuð landsmanna, svo að eigi þyrfti um þau að hugsa.
I3au stórtíðindi gerðust næst í íþróttamálunum, að skíða-
brautir voru gerðar, sem munu hafa kostað 35 þúsundir króna
°g að þær ónýttust á einni eykt, meðan 3—5 þús. manna horfðu
a holdvotir, vegna þess að flóðgáttir himnanna opnuðust og
aattúran geisaði mjög, svo sem sagt er í Njálu um Bergþóru,
fregar henni rann í skap. Svo fór um sjóferð fótamentanna i
það sinn. Ekki verða allar ferðir til fjár. Það má nú segja.
Sú mikla hneigð, sem nú birtist til íþróttaiðkana, ber fyrir
brjósti ýmsa fótfimi.
En áhugi, sem vilji stuðla að iþrótt tungunnar — hans
verður varla vart. Reyndar vinna félög að efling sönglistar,
°g fer vel á því. Sú list á sér mikið svigrúm innan lands og
utan. En sú íþrótt tungunnar, sem fjallar um orðlist, í sundur-
lausu máli og samföstu, á sér formælendur fáa. Engir gefa fé
Ue gripi til afreka í þeim greinum. Og þó hefur orðlistin gert
garð vorn frægan, að fornu og nýju, að því leyti sem unt er
að segja, að þjóðin sé nafntoguð.
Sú var tíðin, að íslenzk skáld öfluðu sér og sinni þjóð orðs-
tu's um víða veröld. Nú skilja fáir útlendingar vel gerð
lvVæði, sem íslenzkubragð er að. Og innan lands eru metorð
Ijóðskálda því minni sem þau eru betri. Mikilsháttar heili er
20