Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 56
288
(LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
eimiíeiðin
sungið er,“ sagði hann. Hann átti við, að sér félli betur sani-
leikur en einleikur.
Flestum, hugsaði ég, þykir meira gaman að einleik en sam-
leilc, þeir hafa meiri áhuga fyrir hljóðfæraleikaranum en því.
sem hann leikur, og verða ekki eins snortnir af hinni óper-
sónulegu hljómsveit eins og einleikaranum. Ásláttur píano
leikarans er mannleg snerting, og háa-c sópransöngkonunnar
er persónulegur tónn. Það er vegna þessarar snertingar,
þessa tóns, sem fólkið fyllir hljómlistarsalina.
En Guido vildi heldur hlusta á samleik. Honum fanst að
vísu gaman að La ci darem, og Deh vieni alla finestra,
honum fanst Che soave zefiretto svo fallegt, að við urðum
nærri því altaf að byrja á því. En hann vildi heldur hlusta á
hinar plöturnar. Forleikurinn að Figaro var eitt af uppáhalds
verkum hans. Framarlega í verkinu er kafli, þar sem tónar
fyrstu fiðlanna þjóta eins og flugeldar upp i himinháa tón-
hæð; þegar sá kafli nálgaðist, sá ég altaf bros lifna í augum
Guidos, sem fór stöðugt vaxandi, og um leið og fiðlurnar hófu
sönginn, hló hann hátt af hrifningu og klappaði saman lóf-
unum.
Hinumegin á þessari plötu var forleikurinn að Egmont eftir
Beethoven. Honum þótti jafnvel enn meira gaman að honum
en Figaro.
„Það eru fleiri raddir,“ sagði hann. Og ég var stórhrifinn
af skarpskygni hans, því að það er einmitt í fjölbreyttu sam-
spili hljóðfæranna, sein Egmont er fremri Figaro.
En ekkert kom þó eins miklu róti á huga hans og forleik-
urinn að Coriolan. Þriðji kafli fimtu hljómkviðunnar, annar
kafli þeirrar sjöundu, largo-kafli keisarakvartettsins — öll
þessi verk nálguðust Coriolan. En ekkert stóð honum jafn-
fætis. Einu sinni lét hann mig spila hann fjórum eða fimin
sinnum í röð, svo lagði hann plötuna til hliðar.
„Eg held að ég kæri mig ekki um að heyra hann aftur,
sagði hann.
„Hversvegna ekki?“
„Hann er of ... of . . . “ hann hikaði, „of þungur,“ sagði
hann að lokum. „Ég skil hann ekki almennilega. Spilið heldui'
þetta.“ Hann raulaði stef úr D-moll-konsertinum.