Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 94
326
RYKIÐ AF VEGINUM
EIMREIÐIN
— Já, við skulum sitja hérna svolitla stund. Hver veit nema
hann komi aftur.
— Ég ætla að fara heim, sagði hún.
— Ekki strax, sagði hann og tylti sér á lyngþúfu.
Það svifu glóandi ský í blátærri heiðríkjunni. Kulið lægði:
logn og kyrð í skóginum. Dögg féll á gras og lauf, þungan
bjarkilm lagði að vitum þeirra, og í hvamminum spruttu
nokkur brönugrös. Ungi maðurinn sleit þau upp og tíndi í
blómvönd. Ljóshærða stúlkan sat kyr og horfði á tíglóttu
sokkana hans og hin sérkennilegu brúnu leðurstígvél. — Ég
hefði átt að snúa við, hugsaði hún.
— Eru þetta ekki falleg hlóm? spurði hann og settist hjá
henni.
— Jú, þau eru falleg.
— Viljið þér eiga þau?
— Takk fyrir, hvíslaði hún.
— Ég skal festa þau á yður, ef ég má?
— Hvar? spurði hún og færði sig eilítið nær honum.
— Hérna, sagði hann.
Klukkan er farin að ganga tvö, þegar hún læðist upp á her-
bergið. Hún opnar dyrnar hljóðlega til að vekja ekki Stínu.
En þrátt fyrir alla varúð, marrar óþyrmilega í hjörunum.
Hún afklæðir sig í flýti og gleymir að leggja fötin snyrtilega
frá sér. Þegar hún er komin upp í rúmið, veitir hún því fyrst
athygli, að Stína er ekki í herberginu. Stína er hvergi sjáanleg.
5.
Hávaxin kona rendi augunum yfir matinn á borðinu, kipr-
aði hvarmana og hristi höfuðið.
— Þetta er nú fimti dagurinn, sem við erum hérna, sagði
hún, og ennþá kemur þessi andstyggilega kássa. Hvernig 1
ósköpunum stendur á því, að við fáum ekki steik? Við feng-
um steik fyrsta kvöldið — en svo er það búið. Eilífur lax og
eilíf kássa. Þjónn! Fáum við ekki steik á morgun?
— Jú, takk, sagði þjónninn.
— Hvar er Þorleifur, sagði hávaxna konan og settist við
borðið. Hafið þér kannske séð hann?