Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 35
EIMnEIÐIN
HAKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM
267
Bækur var þá lítið um og lítið lesið. Sumir unglingarnir
°g enda fullorðnir menn notuðu landlegurnar til þess að
læra lestur og skrift, ef einhver var í verstöðinni, sem þau
fræði gat og vildi kenna.
Margir fengust við smíðar og skinnklæðasaum fyrir hús-
bændur sína. Þegar hagyrðingar eða kvæðamenn voru i ver-
inu, voru rímur kveðnar og ortar formannavísur. Tóbaks-
Qotkun var mjög í hófi, og mest notað munntóbak. Vínnautn
var heldur eigi mikil, þó var dálítið drukkið í landlegum, ef
vín var til, en á sjó var það aldrei haft.
Til er gömul formannaríma frá Gjögri, frá því um 1870—
’80 eða þar í kring. Mælt er að hún sé kveðin af Kristjáni
fvarssyni, góðum hagyrðingi, ættuðum af Vatnsnesi i Húna-
þingi 0g mun hafa búið þar, en gerði út skip sitt frá Gjögri.
Skipið hét Hallvarður, eftir Hallvarði Hallssyni, sem hvilir
1 túninu í Skjalda-Bjarnarvík, en þar var skipið smíðað.
Er hér upphaf rímunnar og endir. Önnur vísan i röðinni er
11111 höfundinn sjálfan:
Sönglar tog, en svignar rá,
sviðum bogar kólgan á,
ginnarsloga gautar þá
Gjögursvogum sigla frá.
Gaufar tvistur sels um svið,
sjaldan fyrstur út á mið.
Hrotta-byrstur hlyni við,
heitir Kristján manntetrið.
Ég hef talda þegna þá,
þverra skvaldur kvæða má,
sem að kaldan æginn á
öskum halda Gjögri frá.