Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 29
eim nmniN
HÁKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM
261
Frá Ófeigsfirði.
Eigi var um neinar reglubundnar máltíðir að ræða á sjón-
um, heldur tók hver sér bita þegar hann lysti, því allir höfðu
sinn mat fyrir sig í kofforti, kistli eða skrínu. Veiðarfæri þau,
senr hákarlaveiðunum tilheyrðu, voru einkum sóknir með
vað og vaðsteini, drepur og skálmar.
Sóknirnar voru gildur járnöngull, 1—2 fet á lengd, með
þverhandar breiðri beygju urn agnhaldið, upp frá spaðanum
gekk svo 3 feta löng járnfesti, sem lék í sigurnagla í vað-
steinsfatinu, en upp frá vaðsteininum var vaðurinn 150—200
faðma langur, snúinn saman úr þrem færum. Vaðsteinninn
var sporöskjulagaður steinn, 2—3 kg. á þyngd, með íklapp-
aðri rauf að endilöngu, og lá í henni járngjörð, sem soðin
var saman utan um steininn. Hún nefndist fat eða vaðstcins-
fat. Drepurinn var tvíeggjuð skálm, sem hákarlinn var
stunginn með í mænuna rétt aftan við hausinn, en skálm-
arnar voru eineggjuð söx, sem hákarlinn var skorinn með.
Auk þessa voru svo ífærur, þ. e. langir járnönglar, sem festir
voru í hákarlinn, er hann kom i sjólokin, var hann síðan
dreginn upp með „talíum“, er nefndust heisingar, og voru
fvær, sín hvors vegar á mastrinu.
Um útbúnað skipanna er það helzt að segja, að þau voru