Eimreiðin - 01.07.1939, Blaðsíða 38
270
LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
EIMREIÐIN
þyrpingu borgarinnar, geislandi eins og smágerð listaverk,
greipt í gimsteina. Eí'tir örskamma stund bliknaði Ijós þeirra
enn einu sinni, og geislinn valdi sér á leið sinni einstakan
gullroðinn tind á meðal dimmblárra fjalla í fjarska.
Svo komu dagar, þegar loftið var vott og þrungið regni, seni
leið fram hjá eða færðist nær, og allar fjarlægðir virtust minka
og verða skýrari. Olíuviðartrén leystust hvert frá öðru í brekk-
unum, fjarlæg þorpin blöstu við yndisleg og vinaleg, eins og
smágerð leikföng. Sumardagar — dagar, þegar þrumuveðrið
lá í leyni, og hæðirnar og hvítu húsin, sólbjört og skínandi í
samanburði við svart og purpurarautt umhverfið, geisluðu við
flöktandi, deyjandi dýrð, eins og þau stæði á barmi einhverr-
ar ægilegrar ógæfu.
Og fjöllin, hvað þau voru síbreytileg! Nærri því á hverjum
degi og hverjum klukkutíma dagsins breyttu þau um svip-
Fyrir kom, þegar maður horfði handan yfir flórentínsku slétt-
una, að fjöllin birtust sem döldíblá skuggamynd, sem ekki
hafði neina fjarvídd, var aðeins hangandi teppi málað með
táknrænum fjallamyndum. Og svo skyndilega, þegar ský leið
hjá, eða sólin hafði náð ákveðinni hæð á himninum, leystist
þessi mynd upp, og þar sem áður hafði aðeins verið málað
teppi var nú röð við röð af fjöllum, sem skiftu um litbrigði stig
af stigi, úr brúnu eða gráu eða jafnvel gullgrænu í blámóðu
fjarskans. Form, sem fyrir stuttri stundu höfðu verið sam-
runnin í eina heild, leystust nú upp í sína einstöku hluta.
Fiesole, sem aðeins hafði verið útskot úr Monte Morello>
birtist nú sem miðdepill annarar fjallaþyrpingar, skilin frá
næstu virkjum hins stóra nábúa sins af dimmum djúpum dab
Á heitum sumardögum varð landslagið óreglulegt, ryk-
ugt og næstum litlaust í hádegissólinni. Fjöllin hurí'u
í tíbrá himinsins. En þegar leið á daginn, reis umhverfið
af dvala, það var ekki lengur nafnlaust, það spratt upp af
engu og öðlaðist lif og lögun. Og líf þess varð auðugra, þrótt-
meira, því meira sem sólin lækkaði á lofti. Lárétt ljósið með
löngum, dimraum skuggum, afhjúpaði byggingu landslagsins.
Fjöllin — með sólbjartar vesturhlíðar og dimmbláar þ8er
hlíðar, sem snéru undan sól — urðu víðáttumikil og bungu-
vaxin. Smáfellingar og skorningar komu í ljós þar, sem áður