Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Page 47

Eimreiðin - 01.07.1939, Page 47
eimreiðin LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN 279 blöðum rósanna. Nefið var beint, hakan mjó og nokkuð hvöss, drættirnir í kringum munninn voru angurværir. Ég á Ijósmynd af báðum drengjunum, þar sem þeir sitja hlið við hlið á handriði sólpallsins. Guido snýr andlitinu næst- um beint að myndavélinni, en hann lítur ögn niður á við og til hliðar. Hendurnar eru krosslagðar, svipur hans og stell- ingar alvörugefið og íhugult. Það var Guido, íhugull og utan við sig, eins og hann gat orðið skyndilega, jafnvel þegar gásk- inn og leikurinn stóðu sem hæst — eins og honum hefði alt í einu dottið í hug að hverfa og aðeins skilið eftir likama sinn, þöglan og fagran, eins og tómt hús, sem bíða skyldi, þangað til hann kæmi aftur. Og við hlið hans situr Robin litli, sem snýr andlitinu frá myndavélinni og horfir upp til Guidos, en ávalinn á kinninni sýnir, að hann er hlæjandi. Hann lyftir annari hendinni, en með hinni grípur hann í handlegg Guidos, með biðjandi ákefð, eins og hann vilji fá hann til að leika við sig. Éæturnir sprikla af óþolinmæði, þegar myndin er tekin. Hann er rétt í þann veginn að hoppa niður og hlaupa burtu til að fela sig í garðinum. Allir helztu eiginleikar þessara tveggja barna birtast á þessari litlu mynd. »Ef Robin væri ekki Robin,“ sagði Elísabet stundum, „væri lnér nærri að óska, að hann væri Guido.“ Og jafnvel um það leyti sem ég hafði ekki neinn sérstakan áhuga fyrir barninu, var ég henni samdóma. Mér fanst Guido vera sá indælasti drengur, sem ég hefði nokkurn tíma séð. Við vorum ekki þau einu, sem dáðumst að honum. Þegar hlé urðu á deilum okkar við signoru Bondi, kom hún ósjaldan að heimsækja okkur og talaði þá látlaust um hann. „Dásam- *egt barn!“ hrópaði hún þá stundum i hrifningu. „Það er sannarlega grátlegt, að hann skuli vera kominn af bændafólki, Sem ekki hefur efni á að klæða hann sómasamlega. Ef ég ætti hann, mundi ég klæða hann í svart flauel, eða litlar, hvítar hnébuxur og hvíta prjónaða silkitreyju með rauðri snúru á hraganum og ermabrotunum. Ef til vill væru hvít ,,matros“- föt það lang bezta. Og svo á veturna í lítinn loðskinnsfrakka nieð húfu úr íkornaskinni og ef til vill rússnesk stígvél ...“ hnyndunaraflið var að hlaupa með hana í gönur. „Og ég mundi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.