Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Síða 39

Eimreiðin - 01.07.1939, Síða 39
eimreiðin LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN 271 hafði verið sléttlendi. í austur frá hæðinni okkar varpaði stór fjallshryggur ört vaxandi skugga þvert yfir Emasléttuna og breiddi hjúp sinn yfir heila borg, en dalurinn var baðaður í sól alt í kring. Og um leið og sólin hvarf á bak við sjóndeild- arhringinn, lituðu vermandi geislar hennar fjarlægar fjalls- hlíðarnar, eins og logagyltar rósir. En í dölunum var kvöld- þokan þegar sezt að. Og hún steig án afláts. Ljósið í gluggum vesturhlíðanna hvarf, aðeins tindarnir lýstu ennþá, og að lok- Uni sloknuðu þeir líka. Fjöllin hurfu, þau runnu út í eitt, urðu að málverki af fjöllum með bleikfölan kvöldhimin að baki. Rétt á eftir var nóttin skollin á, og ef tunglið var fult, birtust draugalegir svipir hins dauða landslags liti við sjóndeildar- hringinn. Þó að þetta víðáttumikla umhverfi væri svo margbreytilegt 1 fegurð sinni, bar það altaf einkenni hins bygða lands, sem að minu áliti, að minsta kosti, gerði það að hinum ákjósan- legasta dvalarstað. Dögum saman ferðaðist maður í gegnum síbreytilega fegurð þess, en leiðin lá altaf í gegnum ræktað land. Þrátt fyrir öll sin fjöll, bröttu hamraveggi og djúpu dali, har Toscana-héraðið svip af íbúum sínum. Þeir hafa ræktað hvern blett, sem ræktanlegur er. Húsin stan'da þétt, jafnvel upp eftir fjallshlíðunum, og dalirnir eru fullir af fólki. Þó að maður standi aleinn á fjallstindi, er maður ekki einn í óbygð- um. Mennirnir hafa alstaðar markað spor sín í landið, og það vekur þægilega gleðitilfinningu að vita, að það hefur í alda- raðir, þúsundir ára, verið þeirra eign, auðsveipt, tamið og hliðkað. Hin víðáttumiklu, eyðilegu heiðalönd, eyðimerkur,, skógar, með óteljandi trjám — eru staðir, sem gott er að koma a öðru hvoru, heilnæmir þeim anda, sem gefur sig þeim á vald stuttan tima. En djöfulleg áhrif fylgja hinni algeru einveru, engu síður en guðleg áhrif. Hið gróandi líf plantna og dýra er manninum framandi og fjandsamlegt. Mennirnir geta ekki hfað góðu lífi nema þar, sem þeir hafa lagt undir sig umhverfið, har sem allur lífskraftur þeirra samanlagður er voldugri en hið gróandi líf umhverfisins. Afklætt dimmum skógi sínum, rajktað, skift í reiti og stalla og plægt upp undir efstu fjalls- tinda — þannig hefur Toscana-héraðið öðlast sinn „mann- 'ega“ svip. Það grípur stundum þá, sem lifa þannig, þrá eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.