Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Page 82

Eimreiðin - 01.07.1939, Page 82
EIMREIÐIN Landvörn. Um þessar mundir er verið að kalla æskumenn Evrópu til vopna, og tugþusundir þeirra streyma til vígvallanna til þess að berjast þar fyrir land og þjóð. Sá ægilegi hildarleikur, sem nú er hafinn, krefst allra þeirra, sem herskyldir eru, og hver þeirra verður að varpa frá sér allri umhyggju fyrir eigin heim- ili, ástvinum og atvinnu, til þess að inna af hendi þessa skyldu, og vera reiðubúinn að láta lífið fyrir hana hvenær sem er. Við íslendingar erum undantekning meðal þjóðanna. Hér er engin herskylda. Enginn herlúður kallar okkur til vigvalla. Engin herútboð berast inn á íslenzk heimili á stund hættunnar, eins og með öðrum þjóðum. Æskumenn íslands eru lausir við þá kvöð að verja nokkrum hluta æslruáranna til þess að inna af hendi herskyldu, eins og æskumenn annara þjóða hafa orðið að gera um langt skeið. Og vissulega fáum við aldrei nógsam- lega þakkað þá ráðstöfun forsjónarinnar, að við erum óvíg- búin þjóð, sem lýst liefur yfir ævarandi hlutleysi sínu í hern- aði. Sú glapsýn, að vígbúnaður geti bjargað sjálfstæði okkar, er ekki til í vitund nokkurs Islendings. Það mun vera óhætt að fullyrða, að við skiljum nokkurnveginn til hlítar þau miklu sannindi, að sá, sem vegur með sverði, hann mun og fyrir sverði falla. En það er til önnur landvörn, sem við þurfum að taka upp, sú landvörn, sem um fult aldarþriðjungs skeið hefur verið á döl'inni án þess að komast í framltvæmd. Ég á við þegnskyldu- vinnuhugmynd þá, sem Hermann heitinn Jónasson kom fram með á alþingi 1903 og mætti þá mikilli og óverðskuldaðri and- stöðu, þó að ýmsir mætir menn léðu hugmyndinni þá þegar fylgi sitt og hún hafi jafnan átt nokkra formælendur, þótt lítt hafi til árangurs leitt enn sem komið er. Ef til vill er það sjálft nafnið þegnskylduvinna, sem mest- an þáttinn hefur átt í því að tefja hér fyrir framgangi góðs málefnis. Eðlilegast er og réttast að vinna sú, sem hér er um að ræða, nefnist landvörn, því það á hún að vera í raun og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.