Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 34
VÖLUSPÁ
24
goða, í öðrum hlula óvissan, óttinn og storkandi spurning
völunnar: á ég að hætta — eða þorið þér að hej'ra lengra?
— í þriðja hlutanum voðinn sjálfur, örlög guðanna.
Pó verður ekki fyrir synjað, að þriðja stefið hafi verið
endurtekið með vissu millibili, en kvæðið er ekki nógu vel
geymt til þess að lagfæra það eftir þeirri skoðun. Það sem
Brate og Ákerblom hafa ritað um kvæðið frá því sjónar-
miði (Arkiv XXX, 43 o. áfr., XXXVI, 56 o. áfr.), varpar engu
ljósi á það. Því skal heldur ekki neitað, að endurkoma
annars slefsins í 62 — 63. v. er grunsamleg. En et skáldinu
hefur líkað það svo að hafa, er ekki meir um það að fást.
Boer (Kritik 291) hefur sagt um Völuspá, að »ýmist fjöl-
yrði kvæðið um hluli, sem virðast aukaatriði, eða hleypi
yfir efnið i loftköstum«. Eftir þessari mismunandi meðferð
eínisins fer hann mjög, þegar hann skiftir kvæðinu milli
tveggja skálda, þar sem hið eldra er episkt og hraðfara, hið
yngra lyriskt og lýsandi. Auðvitað veit Boer vel, að efnið
veldur nokluu um: »Das ist eben dichterische kunst, dass
der stil sich dem gegenstande fi'igtcc (Kritik, 345). En hann
hefur leitað mismunar og fundið of mikinn. Engu skáldi er
lýst með einu eða tveim orðum.
Efni Völuspár er svo viðtækt, a_ð það girti fyrir nákvæma
frásögn. Annars hefði kvæðið orðið endalaust. En á hinn
bóginn var skáldið alt of mikill listamaður til þess að yrkja
tóma beinagrind. Hann setur myndir í stað almennra lýs-
inga: Eggþér og hanarnir (42—43), örninn á fjalli (59).
Skjálfti asksins í 47. v. verður áhrifameiri af því að askin-
um er áður lýst algrænum og kyrrum: úandi af frjódögg.
Önnur áhrif koma til sögunnar. Þvi verður ekki neitað, að
sumt í kvæðinu kunni að vera sagt lil fróðleiks (ef til vill
teknir molar úr eldri kvæðum), eins og Sijmons hefur bent
á af miklum skilningi (Einleitung, cccxlvii). Olrik hefur vak-
ið athygli á því (Ragnarok I, 270), að skáldið skjni misná-
kvæmt frá, eftir því hvort hann vísar til alkunnra goðsagna,
sem hann kemst ekki hjá að drepa á, eða segir frá þeim
atriðum, sem hann sjálfur hefur skapað eða skilið á nýjan
hátt. Verður minst á þetta síðar. En alt þetta ætti lesendur
að íhuga, ef þeim finst kvæðið sundurleitt og skáldinu mis-
lagðar hendur.