Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 34

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 34
VÖLUSPÁ 24 goða, í öðrum hlula óvissan, óttinn og storkandi spurning völunnar: á ég að hætta — eða þorið þér að hej'ra lengra? — í þriðja hlutanum voðinn sjálfur, örlög guðanna. Pó verður ekki fyrir synjað, að þriðja stefið hafi verið endurtekið með vissu millibili, en kvæðið er ekki nógu vel geymt til þess að lagfæra það eftir þeirri skoðun. Það sem Brate og Ákerblom hafa ritað um kvæðið frá því sjónar- miði (Arkiv XXX, 43 o. áfr., XXXVI, 56 o. áfr.), varpar engu ljósi á það. Því skal heldur ekki neitað, að endurkoma annars slefsins í 62 — 63. v. er grunsamleg. En et skáldinu hefur líkað það svo að hafa, er ekki meir um það að fást. Boer (Kritik 291) hefur sagt um Völuspá, að »ýmist fjöl- yrði kvæðið um hluli, sem virðast aukaatriði, eða hleypi yfir efnið i loftköstum«. Eftir þessari mismunandi meðferð eínisins fer hann mjög, þegar hann skiftir kvæðinu milli tveggja skálda, þar sem hið eldra er episkt og hraðfara, hið yngra lyriskt og lýsandi. Auðvitað veit Boer vel, að efnið veldur nokluu um: »Das ist eben dichterische kunst, dass der stil sich dem gegenstande fi'igtcc (Kritik, 345). En hann hefur leitað mismunar og fundið of mikinn. Engu skáldi er lýst með einu eða tveim orðum. Efni Völuspár er svo viðtækt, a_ð það girti fyrir nákvæma frásögn. Annars hefði kvæðið orðið endalaust. En á hinn bóginn var skáldið alt of mikill listamaður til þess að yrkja tóma beinagrind. Hann setur myndir í stað almennra lýs- inga: Eggþér og hanarnir (42—43), örninn á fjalli (59). Skjálfti asksins í 47. v. verður áhrifameiri af því að askin- um er áður lýst algrænum og kyrrum: úandi af frjódögg. Önnur áhrif koma til sögunnar. Þvi verður ekki neitað, að sumt í kvæðinu kunni að vera sagt lil fróðleiks (ef til vill teknir molar úr eldri kvæðum), eins og Sijmons hefur bent á af miklum skilningi (Einleitung, cccxlvii). Olrik hefur vak- ið athygli á því (Ragnarok I, 270), að skáldið skjni misná- kvæmt frá, eftir því hvort hann vísar til alkunnra goðsagna, sem hann kemst ekki hjá að drepa á, eða segir frá þeim atriðum, sem hann sjálfur hefur skapað eða skilið á nýjan hátt. Verður minst á þetta síðar. En alt þetta ætti lesendur að íhuga, ef þeim finst kvæðið sundurleitt og skáldinu mis- lagðar hendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.