Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 52

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 52
42 VÖLUSPÁ verið setí þar vegna þess að vísan annars er um jörðina, en i raun og veru átt heima á eftir 5.-6. v.? Engum hefur þó dottið í hug, svo ég viti, að rífa sundur 7. visuna, af því að þar er sagt, að æsir hafi smíðað auð, áður en þeir gerðu sér tangir og tól! Sá sem að mínu áliti hefur skýrt visu þessa á skarpleg- astan og skáldlegastan hátt, er Julius Hoffory (Eddastudien 71—85). Hann íelst að visu á skoðun Miillenhoffs, að þær 'eigi upprunalega ekki heima í Völuspá, en telur sennilegt, að þær hafi slæðst þangað úr jafngömlu kvæði um likt efni. Á aldur 5. v. bendi orðmyndin jöður, sem ritari K hafi ekki skilið og gert úr vitleysuna jódýr. Bugge hefur bent á, að jöðurr (kemur annars fyrir sem mannsnafn) sé = jaðarr. Hoffory álítur, að hér sé skáldið að lýsa miðnætursólinni. Hann hafi séð hana (líklega á ferðalagi), og þeirri hugsun skotið upp í honum, að svona hafi sólin gengið í árdaga, áður en skipulag var komið á heiminn: verið á ferð um miðja nótt, samferða mánanum (sinni = förunautur), af því að hún kunni ekki að ganga undir (í sali sína). En þegar sól er á lofti um nætur, verður máninn fölur og sviplaus, eins og hann viti ekki um mátt sinn. Vísuorðin um stjörn- urnar telur Hoffory fleyg, yngra en vísuna sjálfa. Erfiðast er að skýra: varp hendi o. s. frv. Það er eins og sólin (hugsuð í konulíki) gripi um himinjaðarinn, þegar hún kemur norður, og finnur þó engan hvíldarstað: hún rennur um stund fast niður við sjónhringinn. Líkt þessu skýrir Björn M. Ólsen (Tímarit, 1894, 103): »goðin þurftu að gefa sólinni fasta braut, láta hana hætta að halda sér dauðahaldi i sjóndeildarhringinn, kenna henni að bruna upp á háloftið til að hita, lýsa og lífga«. Ýmsar aðrar skýringar eru til á fyrra hluta þessarar visu, og sumar enn torskildari en vísan sjálf.1) 1) Wadsteia (Arkiv XV, 158—61) þýðir: »solen kastades fram söderi- fráa pá högra sidan över himlaranden i mánens sallskap«. Með pessu álítur hann eðlilegum sólargangi lýst, og var þá ekkert að laga fyrir goðin. Hann lítur á sól sem þágufall, en það er sólti í Völuspá 38, 64. — Gebhardt (PB Beitriige XXIV, 412—13): »Zu unserer rechten hand, wenn wirs von siiden aus betrachten, kam um den himmelsrand her- auf die sonne, welche die namliche bahn beschreitet wie der mond«. — Finnur Jónsson: »Stiller man sig med ansigtet mod syd, og hvis man saa, eller tænkte sig at se, solen stige op i vest og gaa mod öst, tror jeg man kunde have betegnet det paa den her brugte maade«
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.