Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 57

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 57
8—9. v. SKÝRINGAR 47 ur nornunum betur lýst en með því að lála þær eiga ból- stað undir sjálfum rólum mjötviðar (20. v.). Sé orðin tekin eins og þau standa: var þeim vettergis vant ór gulli, unz þrjár kvámu o. s. frv. — þá virðist hljóta að vera eitthvert beint samband milli alls fyrra hluta vísunn- ar (ekki aðeins: teitir váru) og siðara hluta. Allir sjá nú, hví- lik fjarstæða væri að skilja svo, að Ásum hafi farið að verða féfátt þegar nornirnar komu til sögunnar. En hugsi maður sér, að þessar þursa meyjar sé fagrar og lævisar jötnadæt- ur, sendar Ásum til tortimingar, verður alt ljósara. Mætti minna hér á Skaði og Gerði, sem teknar voru í tölu Ásynja, og hversu dýrkeypt Frey varð Gerður, þar sem hann fargaði sverði sínu og kom því i jötna hendur (sjá skýringar við 52. v.). Þessar jötna meyjar koma með nýjar kröfur, þær vekja ágirnd með Ásum, þeim er ekki lengur veltergis vant, af þvi að þeir láta sér ekki nægja það gull, sem þeir eiga. Þannig búa þursameyjarnar undir viðburði þá, sem eru næsta glapspor: vig Gullveigar. Það er meira að segja ekki óliklegt, að það sé þær, sem komið hafi Gullveigu í ríki Ása og átt sé við engar aðrar, þar sem talað er um illa brúði í 22. vísu. — Þessi skilningur styrkist enn meir við það, að allar vísurnar, sem standa milli 8. og 21. v., eru annaðhvort siðari viðbót eða standa á röngum stað. En líklega hefur þessi innskotskafli bolað burt einni upprunalegri visu, þar sem nánar hefur verið sagt frá áhrifum jötnameyjanna á goðalífið og 8. vísa með þvi verið tengd við Gullveigar- kaflann. 9. vísa. Varla mun nú nokkur skýrandi Völuspár svo íhaldssamur, að hann áliti alt dvergatalið (9—16. v.) hafa staðið í kvæð- inu frá upphafi. Jafnvel þótt ekki sé reynt að halda i meira en 9—10. v. (Björn M. ólsen) eða 9—12. (DH), verða ærnar mótbárur gegn því. Milli 8. og 9. visu er ekkert skynsamlegt samhengi. Sköpun dverganna gat ekki verið neitt úrræði til þess að bæta úr því grandi, sem af þursameyjunum stóð. Þessi vísa er stæling á 6., 23. og 25. v., en illa gerð: þar er allsstaðar um vandamál að ræða, en hvað knúði goðin til ráðstefnu um dvergana? Auk þess virðist hér helzt gert ráð fyrir, að dvergarnir sé skapaðir úr Ými, en það er ekki í samræmi við sköpunarsöguna í kvæðinu, eins og hún hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.