Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 63
17—19. v.
SKÝRINGAR
53
óhrifum æðri afla. Fornmenn gerðu sér einkum grein fyrir
þessu um skáldskap, gjöf óðins. Því heitir skáldskapur óðr
og því er skáldamjöðurinn varðveittur í Óðreri (Óð-hrœri).
Þessi tvö orð samsvara alveg latnesku orðunum animus og
mcns. Þau sýna samskonar athugun sama veruleika, en ann-
að samhengi er þar ekki á milli.
lá, ýmist skýrt: blóð (lá = lögur, haf) — eða lifshiti
(Noreen, Tidsskr. f. Philol., N. R. IV, 28 o. áfr.). En merk-
ingamunur ekki mikill.
lœli, smbr. Sn-E: »læti heitir rödd« (Skáldskaparmál, sið-
asti kap.), Gripisspá 39: »Lit hefr þú Gunnars ok læti hans«
(o: yfirbragð og málróm). Svo skýrir F. Jónsson í Arkiv IV,
28. — Ástæðulaust er að leita hér annarar merkingar (lát-
bragð, hreifingar, Noreen [sjá við láj, smbr. Hoffor)', Edda-
sludien 114).
Hœnir, dregið af liœna (laða að sér, Finnur Jónsson) eða
skylt liani, hœna, smbr. viðurnefni hans: langi fótr. Um
Hœni er mikið rilað, en heimildirnar eru of fálæklegar lil
þess að komist verði að öruggri niðurstöðu. Hoffory (Edda-
studien 101 — 19) telur hann vera skýjaguð, en skýin hugsuð
i svanalíki (smbr. Hjelmquist, Naturskildringarna 111). Sé
það vel til fundið að láta Óðin, vindguðinn, gefa andardrált-
inn, — Hœni sálina o: fylgju, hamingju, smbr. valkyrjur og
hamingjur í svanalíkjum (Völundarkviða, Hrómundar saga
Greipssonar o. v.), — en Lóður (eldgoð, smbr. þýzku lo-
dern) lífsylinn. Annars er Lóðurr enn ókunnari en Hœnir.
Snorri nefnir hann ekki. í sögunum um Þjaza og um Fáfnis-
arf (báðar í Skáldskaparmálum Sn-E) eru þeir á ferð Óðinn,
Loki og Hœnir, og óðinn er kallaður »Lóðurs vinr« eins og
»Lopts vinr«. Af þessu hafa sumir álilið, að Lóðurr væri
sama og Loki, en varla mun höfundur Völuspár hafa hugs-
að svo, ef þessi vísa er eftir hann.
19. vísa.
Pví verður ekki neitað, að 19—20. vísa standa á undar-
legum stað og einangraðar, rétt á undan Gullveigar-þættinum.
Bæði Bugge og Boer hafa séð, að 19. vísa á heima næst á
undan 27. v., sem beinlínis gerir ráð fj'rir, að slík lýsing sé
áður komin. En 20. vísa verður að fylgja henni. Með því
móti koma visurnar um nornirnar og valkyrjurnar (30. v.) i
sama kafla, og á það vel við,