Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Qupperneq 65
19. v.
SKÝRINGAR
55
hefur tekið askinn með hinu venjulega nafni, án þess að
koma fram með nokkra skoðun á merkingu þess.
Bugge hefur ritað ýtarlega um askinn í 1. bindi af Studier,
og álílur, að mestallar hugmyndir Norðurlandabúa um hann
sé runnar af miðaldasögnum um kross Krists. En hins
getur hann að litlu, að heilög tré voru algeng með Germön-
um í heiðnum sið, og má nefna t. d. hið sígræna tré i Upp-
sölum, þar sem menn og dýr voru líka hengd í greinar
blótlundsins. I3annig má finna allar rætur Yggdrasilssögunnar
i norrænni trú og blótsiðum.
Iwíta aurr. Múllenhoff áleit aur vera vatn, og trúa því
margir síðan. En í Völuspá sjá^fri (27. v.) virðist aurugr
merkja sama og venjulega, þvl/broslegt væri að taka það
fram, að fossinn væri votur eða vatnsborinn (wasserreich^
Gering), smhr. Aurvangar í 14. v., sem er gild heimild um
forna málvenju, þótt viðbót sé í Völuspá. Menn hafa vafa-
laust þegar í forneskju alhugað, hvílíkt gróðrarmagn var í
leirugu vatni. Því var það bezt fallið lil þess að halda ask-
inum sígrænum, en aurinn varð auðvitað að vera hvítur
og heilagur.
döggvar. Smbr. Vfþrm. 14:
Hrímfaxi heitir, ínéldropa fellir hann
er hverja dregr morgin hvern,
nótt of nýt regin; paðan kömr dögg um dala.
Munur þessara tveggja lýsinga er gott dæmi þess, hvernig
Völuspá í skilningi ýmissa fyrirbrigða vikur frá alþýðlegum
hugmyndum, smbr. 4. v. Hér virðist skáldið nærri því hafa
haft vísuna úr Vfþrm. í huga, þó að tilviljun gæti hafa ráðið
likingunni, smbr. í Smalaþulunni:
Nú er dögg til dala . . .
Urðar brunnr er auðsjáanlega sama og Mimis brunnr í
28. v., þó að Snorri geri greinarmun á þeim, og bæti enn
þriðja brunninum við, Hvergelmi (§mbr. Grímnism. 26), svo
að brunnur sé undir hverri rót asksins. Höfundur Völuspár
gerir að eins ráð fyrir einum hrunni, og eru bæði nornirnar
og Mimir, sem veit örlög heimsins, ráð nornanna, þaðan
komin. Milli 19. og 27. v. er því engin mótsögn, eins og
MúIlenhoíT o. fl. (Bugge, Studier 493) hafa álitið.