Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 76
66
VÖLUSPÁ
skilning hefur í raun og veru E. A. Kock (Arkiv XXXV,
22—23), þótt hann vísi ekki til Bugge. En auk þess sem
þessi skýring gerir ekkert ljósara en hin, má benda á atriði,
sem mæla beint móti henni. Það er varla hugsanlegt, að
Vanir gerðist svo ofstopafullir að vega eina af Ásynjum í
sjálfri Háva höll. Aftur á móti eru dæmi til þess, að Æsir
dræpi óboðinn gest (Þjaza jötun) fyrir innan ásgrindur. Yfir-
leitt er ósennilegt, eftir því sem annars er kunnugt um Vani,
að þeir hafi boðið Ásum ójöfnuð að fyrra bragði, og þó
borið hærra skjöld til enda. Með því að skilja svo, verður
Bugge lika að taka vísuna um Heiði burtu (og til þess er
reyndar leikurinn gerður, sjá a. fr. bls. 22), því sú lýsing getur
ekki átt við ásynju.
Enn þá fjær skilningi Múllenhoffs fer Mogk (Arkiv XII,
281, Pauls Grundriss2 II, 579—80). Hann álítur Gullveigu
þursakyns, senda af jötnum, goðum og mönnum til miska.
Æsir og Vanir fari á hendur jötnum sem einn maður, en
jötnar brjóti borg þeirra, vinni sigur og fái Freyju, sól og
mána við friðarsamningana. Þá samninga rjúfi svo Þór. —
Svo girnileg sem þessi skýring er að sumu leyti, get ég ekki
fallist á hana. »Knáttu Vanir . . . völlu sporna« er varla
hægt að skilja svo, að þeir (og Æsir) sé að hrökkva undan
ofurefli jötna. Spurningin »hverr hefði lopt alt lævi blandit«
o. s. frv., ætti heldur ekki við, ef þetta væri friðarsamningar.
Þór gat heldur ekki átt kost á að rjúfa slíka samninga, eftir
fullan ósigur. Mogk tekur ekkert tillit til sagnanna um Vana-
styrjöldina i Yngl. sögu og borgarsmiðinn í Sn-E., en Snorri
vissi of mikið, sem vér vitum ekki nú, nema frá honum,
til þess að svo megi ganga fram hjá ritum hans. Það er að
visu satt, að aðalefni Völuspár er fjandskapur jötna og goða,
en það efni verður miklu áhrifameira, ef þeim lendir ekki
saman i orustu fyr en í ragnarökum sjálfum. Skilningur
Völuspár virðist einmitt vera sá, að goðin smáspillist fyrir
ráð jötna, en þeir ráðist ekki framan að þeim fyr en fylling
timans er komin. Styrjöld milli Ása og Vana, eins konar
borgarastyrjöld í goðheimum, á mjög vel heima sem eitt
stigið i hnignun goðalifsins. Divide et impera.
Mönnum hefur lengi verið ljóst, að í frásögninni um styrj-
öld Ása og Vana leynist endurminningar um baráttu tveggja
siða: eldri norrænnar trúar, þar sem Njörður (Nerthus) og
Freyr hafi verið aðalguðirnir, og nýrra trúarbragða, sem