Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 89

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 89
36-39. v. SKÝRINGAR 79 fyrir norðan, þarf ekki að miða við neitt, sem áður er nefnt (Slíðr eða örnefni í týnda helmingnum). Niðavellir, smbr. Niðafjöll í 66. v. Eðlilegast virðist að setja nafnið i samband við niðar, niðamyrkur, dvergsheitið Niði. Er þá átt við dimma velli, i undirheimum. Sindri er dvergsheiti, smiðsheiti, og ætti Sindra ætt að vera dvergar. Ókólnir, sem aldrei kólnar. Finnur Jónsson (Völuspá 48) vill skýra: of-kólnir, ægilega kaldur (smbr. óþyrmir = of- þyrmir, sem reyndar er ekki nema skýringartilgáta). En það er hvorttveggja, að hér getur verið átt við sal í suðri, eins og Boer álítur, enda gæti í nafninu verið fólgið, að á þess- um stað væri altaf jafnkalt, smbr. kaldavermsl. Ókólnir virð- ist vera nafn landsins, þar sem salurinn stendur. Hann er ekki nefndur. Brímir er vafalaust nafn eigandans, samsvar- andi Sindra ætt í fyrra helmingi vísunnar. Hvorki í 38. né 64. v. eru salirnir nefndir, heldur staðurinn þar sem þeir standa. 38. vísa. Snorri lýsir þessum sal svo: »Á Náströndum er raikill salr ok illr ok horfa norðr dyrr; hann er ofinn allr orma- hryggjum sem vandahús, en ormahöfuð öll vitu inn í húsit ok blása eitri, svá at eptir salnum renna eitrár, ok vaða þær ár eiðrofar ok morðvargar«. Skýrin^in er vafalaust rétt í aðalatriðum. Ormarnir eru lifandi (»ormur þeirra deyr ekki«), ekki beinagrindur: þeir vinda hryggjunum um raftana í sal- þakinu, og hvæsa eitrinu inn um ljórana (þakopin). Ef til vill hefur skáldið haft í huga eiturorminn, sem festur var upp yfir Loka. 39. vísa. Hinir þungu straumar, sem illmennin vaða, geta verið myndaðir af eiturdropum ormanna, eins og Snorri segir, en lika má hugsa sér, að á, lík Slíðr, falli gegnum eða við sal- inn. Hér er gert ráð fyrir vatnsviti og kuldakvölum, ekki eldsviti, og er sú hugmynd mjög skiljanleg hjá Norðurlanda- búum. meinsvari, sem sver rangan eið (meinsváran). Sama hug- myndin, um hegningu i vatnsvíti fyrir ljúgvitni, kemur fram i Reginsmálum 4. v.:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.