Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 89
36-39. v. SKÝRINGAR 79
fyrir norðan, þarf ekki að miða við neitt, sem áður er
nefnt (Slíðr eða örnefni í týnda helmingnum).
Niðavellir, smbr. Niðafjöll í 66. v. Eðlilegast virðist að
setja nafnið i samband við niðar, niðamyrkur, dvergsheitið
Niði. Er þá átt við dimma velli, i undirheimum. Sindri er
dvergsheiti, smiðsheiti, og ætti Sindra ætt að vera dvergar.
Ókólnir, sem aldrei kólnar. Finnur Jónsson (Völuspá 48)
vill skýra: of-kólnir, ægilega kaldur (smbr. óþyrmir = of-
þyrmir, sem reyndar er ekki nema skýringartilgáta). En það
er hvorttveggja, að hér getur verið átt við sal í suðri, eins
og Boer álítur, enda gæti í nafninu verið fólgið, að á þess-
um stað væri altaf jafnkalt, smbr. kaldavermsl. Ókólnir virð-
ist vera nafn landsins, þar sem salurinn stendur. Hann er
ekki nefndur. Brímir er vafalaust nafn eigandans, samsvar-
andi Sindra ætt í fyrra helmingi vísunnar. Hvorki í 38. né
64. v. eru salirnir nefndir, heldur staðurinn þar sem þeir
standa.
38. vísa.
Snorri lýsir þessum sal svo: »Á Náströndum er raikill
salr ok illr ok horfa norðr dyrr; hann er ofinn allr orma-
hryggjum sem vandahús, en ormahöfuð öll vitu inn í húsit
ok blása eitri, svá at eptir salnum renna eitrár, ok vaða þær
ár eiðrofar ok morðvargar«. Skýrin^in er vafalaust rétt í
aðalatriðum. Ormarnir eru lifandi (»ormur þeirra deyr ekki«),
ekki beinagrindur: þeir vinda hryggjunum um raftana í sal-
þakinu, og hvæsa eitrinu inn um ljórana (þakopin). Ef til
vill hefur skáldið haft í huga eiturorminn, sem festur var
upp yfir Loka.
39. vísa.
Hinir þungu straumar, sem illmennin vaða, geta verið
myndaðir af eiturdropum ormanna, eins og Snorri segir, en
lika má hugsa sér, að á, lík Slíðr, falli gegnum eða við sal-
inn. Hér er gert ráð fyrir vatnsviti og kuldakvölum, ekki
eldsviti, og er sú hugmynd mjög skiljanleg hjá Norðurlanda-
búum.
meinsvari, sem sver rangan eið (meinsváran). Sama hug-
myndin, um hegningu i vatnsvíti fyrir ljúgvitni, kemur fram
i Reginsmálum 4. v.: