Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 97
SKÝRINGAR
87
44—46. v.
En alla þessa viðburði vissu menn vel um löngu siðar, og
ekki fyrir að synja, að skáldið hafi baft þá í huga. — Ekki
legg ég heldur neinn trúnað á það atriði í röksemdafærslu
Rjörns M. ólsens, að þegar skáldið talar um sifjaslit, hafi
hann haft i huga lögin íslenzku frá 997: að fyrir goðgá
»skyldi frændur hinna kristnu manna sækja þá, nánari en
þriðja bræðra og firnari en næsta bræðra« (Um kristnitök-
una, 23, 58). Að spilla sifjum getur að vísu ekki verið haft
hér í hinni alkristnu merkingu (smbr. sifjaspell i Grágás),
heldur er átt við ijandskap milli náfrænda og mága (þyrmðak
sifjurn, svörnum eiðum, Sigurðarkv. sk. 28).
skeggöld, réttara skeggjöld, af skeggja = öx (enn er sagt
»skegg á lykli«, en það samsvarar einmitt hlaði öxar).
vargöld má vel skilja eins og það er sagt: þegar þjóð-
félagið er alt á ringulreið, geta menn ekki einu sinni varist
þvi að úlfar og önnur rándýr vaði um bygðir. Má minna á
11. v. í Atlakviðu:
Úlfar munu ráða gamlir, gránvarðir,
arfl Niflunga, ef Gunnars missir . . .
46. vísa.
Fyrri hluti þessarar vísu er afar-torskilinn. Miillenhoíf
gizkaði á, að Míms synir væri ár og lækir, sem brytist nú
úr öllum skefjum eins og annað i heiminum. En aðrir (og
síðast Boer í Eddu-útgáfu sinni) taka þá skýringu fram yfir,
að Mímr sé hér eins og hvert annað jötunsheiti, og synir
hans = jötnar. Þeir leika, o: eru glaðir eða leika lausum
hala. Þetta fyrsta vísuorð er þá sér um mál. Mjötuðr er =
forlög, dauði, tortiming. Kyndisk skýrði Múllenhoff kviknar:
nú er örlagastundin komin, at . . . Gjallarhorni = við þyt
hornsins. Bugge er þessu í aðalatriðum samdóma (Studier I,
494), en stingur upp á að skilja kyndask sem aðra mynd
kynnast = gera kunnugt. En dæmi það, sem hann tekur til
stuðnings máli sínu: funninn — fundinn, er hvorki rétt né
sambærilegt.
Á þessari skýringu eru margir gallar. Það er furðu illa
viðeigandi að nefna Mím(i) tvisvar í sömu vísu, í annað
sinn sem alment jötunsheiti, í hitt sinn í samræmi við það,
sem áður er komið í kvæðinu. Það er líka varhugavert að
einangra fyrsta vísuorðið, og svo mætti halda áfram. En
skýringin hefur það til sins ágætis að koma ekki í bága við