Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 108

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 108
98 VÖLUSPÁ (i Landnámu er sagt frá Þorvaldi holbarka, syni Höfða- Þórðar, sem fór upp til hellisins Surts og færði þar drápu þá, er hann hafði ort um jötuninn í hellinum) og ef til vill orðið surtarbrandur. Af þessu má ráða með vissu, að menn hafi hugsað sér Surt máttugan jötun i undirheimum, og réði hann sérstak- lega yfir eldi. Hann er því í eðli sínu ólíkur öllum öðrum jötnum, sem eru fulltrúar frosts og kulda. Af þessu hefur Miss Phillpotts (Arkiv XXI, 14—30) dregið þá ályktun, að Surtur sé sérstaklega islenzk hugmynd, runnin af athugun- um eldgosa og áhrifum þeim, er þau hlutu að hafa á imynd- un manna, er voru þeim ókunnugir. Yfirleitt finst Miss Phill- potts öll lýsing ragnaraka i Völuspá bera þess vitni, að skáldið hafi þekt landskjálfta og eldgos, komi það skýrt fram í 41., 47., 48., 52. og 57. visu. Áður hafði Björn M. ólsen drepið á þetta um 57. v. (Tímarit, 1894, 101). Það sem hann síðar hefur ritað um Surt (sjá skýringar við 47. v.) varpar tæplega nýju ljósi á hann. Ég get að miklu leyti verið samdóma Miss PhiIIpotts. Að vísu held ég, að nafnið Surtr og hugmyndin um hann sem undirheimabúa sé eldra en íslands bygð. Til er fjöldi nafna, sem sýnir, að menn hugsuðu sér jötna heldur dökkva yfirlitum. Við þennan Surt eiga kenningar Eyvindar og Hallfreðar. Hvort hann á þessu stigi hefur verið meðal höfuðandstæðinga goðanna, skal ósagt látið. En þegar Is- lendingar kyntust jarðeldum, eignuðu þeir þá Surti, eins og eðlilegt var, og kendu hinn mikla hraunhelli og surtar- brandinn (sem þeir litu á sem viðarkol Surts) við hann. En um leið og hugmyndin um eld-jötun var sköpuð, var eðlilegt að hugsa sér hann í suðri, andstætt hinum venju- legu jötnum í austri (landnorðri). Ef til vill er það, sem Snorri segir um samband Surts og Múspells sona, ekki nema ályktun hans eða annara, en til þeirrar ályktunar eru allgildar ástæður. Þar sem talað er um Múspells syni í Lokasennu, er það gert í sambandi við fall Freys i ragnarökum og sagt, að þeir riði yfir Myrkvið. Nú var Myrkviður i suðri (eins og upphaf Völundarkviðu sýnir), en Surtur lcom líka sunnan og barðist einmitt við Frey. Veilan hjá Snorra er sú, að Völuspá, önnur heimild- in, sem ályktað er af, gerir ekki ráð fyrir þessu sambandi. Samt verður Snorri hér ekki sakaður um gálauslega heim-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.