Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 7
Búfj árábur ður.
Eftir Guðmund Jónsson
Inngangur.
Áburður eru einu nafni nefnd þau efni, sem eru flutt jarð-
veginum í því skyni, fyrst og fremst, að auka magn lians af
aðgengilegum næringarefnum fyrir jurtirnar. En jafnframt
þessu aðalhlutverki hafa áburðarefnin oft aðra þýðingu. Flest-
ar áburðartegundir eru þannig vekjandi fgrir gerlalif moldar-
innar, og sumar þeirra (búfjáráburður) auka beinlínis magn
hennar af gagnlegum smáverum. Búfjáráburður hefur og bæt-
andi áhrif á eðlisástand jarðvegsins, og sumar tegundir af til-
búnum áburði hafa áhrif á sijrufar hans.
Áburðarefnin má floklca á ýmsa vegu. í fyrsta lagi má fara
eftir því, hvaða efni áburðurinn hefur að geyma. Er þá talað
um alhliðá áburð, sem hefur í sér köfnunarefni, kalí og fosfór-
sýru, oftast einnig kalk, og einliliða áburð, sem hefur aðeins
eitt eða tvö af þessum efnum. Af alhliða áburði má nefna bú-
fjáráburð og nitroplioska, en einhliða áburður er t. d. salt-
pétur, superfosfat og kalíáburður.
í öðru lagi má tala um áburð, sein hefur aðallega beinar
verkanir, það er færir jarðveginum jurtanærandi efni, og hins
yegar áburð með óbeinar verkanir, sem hefur leysandi áhrif á
el'ni þau, sem fyrir eru í jarðveginum, t. d. kalk.
í þriðja lagi er lífrænn áburður, t. d. búfjáráburður, sal-
ernisáburður o. fl., og hins vegar ólífrænn áburður, t. d. til-
búinn áburður.
í fjórða lagi má skipa áburðarefnunum i flokka eftir upp-
runa þeirra. Sú skipting verður notuð hér og flokkarnir þessir:
búfjáráburður, tilbúinn áburður, salernisáburður, safnhauga-
áburður, þörungaáburður, jurtaáburður og fiskúrgangur eða
slóg.