Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 13
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
11
Fyrsti kafli.
Búfjáráburður.
Búfjáráburður er saur og þvag búfjárins, oft blandað meira
eða minna af íburði. Hér verður svo að segja eingöngu rætt
um áburð hinna algengustu búfjártegunda hér á landi: naut-
gripa, sauðfjár og lirossa.
A. Framleiðsla og eiginleikar búfjáráburðar.
Framleiðsla búfjáráburðar mun við venjulegar aðstæður standa
i beinu hlutfalli við fjölda búfjárins. Þó má benda á það, að á
síðari árum hefur aukning áburðarins að magni og gæðum vafa-
laust verið meiri en fjölgun búfjárins bendir til, vegna þess að
fóðrun hefur stórum batnað. í eftirfarandi töflu verður sýnt nokk-
urt yfirlit yfir tölu búfjár, magn heys og áætlaða áburðarfram-
leiðslu síðustu 50 árin. Til hægðarauka er sauðfé og hrossum breylt.
í „reiknaða" nautgripi mcð tilliti til áburðarframleiðslu. Á móti
einum fullorðnum nautgrip er reiknað með 2 geldneytum, 8 hross-
um og 40 lcindum. Gert er ráð fyrir, að hver „reiknaður" nautgrip-
ur skiti 10000 kg af áburði yfir árið.
Tala Tala Tala Reiknaðir Áburð ur 'l'aða Úthey
Ár nautgripa sauðfjár hrossa nautgripir tonn hestb. hestb.
1890 20947 446000 31281 33100 331000 480000 867000
1910 26338 579000 44815 42200 422000 643000 1431000
1930 30083 690178 48939 49300 493000 965900 1194000
1940 39867 627966 55817 57000 570000 1218000 1153000
Taflan sýnir, að áburðurinn hefpr aukizt um 729o frá 1890 til
1940, en á sama tíma eyksL heyuppskeran í heiíd sinni um 76%.
Ilins vegar hefur löðufengur aukizt mun meira, þ. e. um 150%, og
orsakast það að langmestu leyti af aukinni túnstærð. A það ber að
lita, eins og áður er drepið á, að áburðargæðin hafa vafalaust
vaxið að mun þessi 50 ár vegna betri heyja, aukinnar kjarnfóður-
gjafar og bættrar hirðingar. Hins vegar ber að gæta, þess, að
margar nýræktir siðari ára munu vera áburðarfrekari en gömlu
túnin. Það má því ætla, að bíifjáráburðurinn sé raunverulega
minni borið saman við túnstœrð og töðufall en liann var fijrir
50 árum, en þar á móti kemur tilbúinn áburður og aukin not
fiskúrgangs til áburðar. Óvíst er, hvort sauðataðsbrennsla hefur
aukizt eða minnkað á þessu tímabili.