Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 15
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
13
ekki svo mikið tap fyrir áburðinn, því að hin lífrænu efni fóðurs-
ins eru aðallega kolefnissambönd, en þau hafa lítið beint áburðar-
gildi.
Köfnunarefni. Samkvæmt tilraunum með mjólkurkýr við Aarslev
í Danmörltu 1911—1926 skiptist köfnunarefni fóðursins þannig
(lakari fóðrun, A-flokkur) :
í mjólk ............. 24,7%
- saur . ...
- þvagi . ..
- vexti o.fl.
Alls i áburði 72,5% köfnunarefni.
Alls 100,0%
Aðrar rannsóknir sýna, að hlutfallslega meira kemur af köfn-
unarefni fram í áburðinum, eða um 78%. Það lætur j)ví nærri, að
af köfnunarefni fóðursins fari hjá mjólkurkúm 14 liluti til afurða
og viðhalds, en % hlutar komi i ábiirSinum aftur. Geldneyti og
sauðfé skila meiru af köfnunarefni fóðursins í áburðinum, eða um
90%, en hross um 93% — eftir rannsóknum Wolffs.
Fosfórsýra. Samkvæmt dönskum rannsóknum (eftirlitsfélag
við Vejen) verður um Yt hluti af fosfórsýrunni eftir í likama dýr-
anna eða afurðum, en um % hlutar koma fram í áburðiuum. Þetta
átti bæði við um mjólkurkýr og kvígur i vexti.
Kalí. Samkvæmt sömu dönsku rannsóknunum kom 90% af kalíi
fóðursins aftur í áburðinum hjá mjólkurkúm, en 99% hjá lcvigum
í vexti.
Þetta sýnir, að búféð er ekki eins eyðslusamt á verðmætustu
efni áburðarins og i fljótu bragði kann að virðast. Þegar svo tekið
er tillit til þess, að nokkuð af afurðum búfjárins er ávallt notað
heima og nokkuð er 'keypt af fóðurbæti og erlendri matvöru til
heimanotkunar, þá liggur nærri að álykta, að áburður búfjárins
ætti að duga á liað land, sem fóður þess er af, það er, að búféð
ætti að rækta fóðrið sitt.
Ræktar búféð fóðrið sitt? Um þetta hefur mikið verið rætt og
ritað hér á landi og liklega engir tveir komizt að sömu niðurstöðu.
Flestir búnaðarrithöfundar hafa talið, að ýað vanti nokkuð á, að
búféð rækti fóður sitt. Flestir byggja ályktanir sínar á eigin út-
reikningum eða annarra, en þrisvar hefur þétta verið rannsakað
hjá bændum sjálfum: Jónas Ulugason 1911 (Búnaðarrit 1912),
Jakob H. Líndal (Ársrit Ræktunarfélagsins 1915) og höfundur
1926 (i Húnavatnssýslu). Athugunum joessum ber ekki vel saman,
loví að Jónas Illugason fann, að l>að stóð i járnum, að búféð ræktaði
fóður sitt, hjá Líndal vantaði til l)ess 40—50% og hjá G. .1. um
15%. Líkt má segja um niðurstöður annarra, er um þetta hafa
ritað, að þær eru mjög mismunandi.