Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 16
14
B Ú F R Æ Ð 1 N G U R 1 N N
Spurningin er í heild sinni þannig vaxin, að ekki er hægt að
gera kröfur til, að við henni verði fundið svar, sem liafi almennt
gildi. Því að enda þótt búféð skili í áburðinum megninu af áburðar-
efnum þeim, sem finnast i fóðrinu, og hægt væri að láta sér detta
í hug, að með salernisáburði mætti alveg fylla það skarð, þá her
að hafa það í huga, að við geymslu og notkun áburðarins tapast
mikið af verðmætum jurtanærandi efnum. Hins vegar lætur jarð-
vegurinn ávallt í té nokkuð af þessum efnúm við efnabreytingar,
og fyrir starfsemi lcöfnunarefnissafnandi gerla og úr loftinu berst
jarðveginum stöðugt nokkuð af efnum, meðal annars með regn-
vatni. Hér koma þvi mörg atriði til greina, er vega meira eða
minna hvert á móti öðru, og það eru engar sérstakar líkur til, að
fullt jafnvægi ríki yfirleitt á þeim vogarskálum. Það er og víst, að
enda þótt eitthvert hlutfall væri fundið í þessu el'ni á einum stað,
eru engar líkur til, að það ætti við á öðrum, þvi að geymsla áburð-
arins, notkun hans, frjósemi jarðvegsins o. fl. er ákaflega mis-
munandi á hinum ýmsu stöðum. En samkvæmt því, sem að
framan er sagt um þetta, virðist mega gera sér vonir um það, að
með bættri hirðingu og notkun búfjártiburðar nmni mega komasl
að því takmarki, að úburður undan búfénu rækti fóður þess, miðað
við, að óræktað land sé notað til beitar.
Það er ekki lítið, sem náttúran sjálf lætur í té af jurtanærandi
efnum. Þetta sést t. d. á óræktuðu beitilandi og áburðarlausu engi,
sem hvort tveggja getur gefið allmikla árlega uppskeru. Það kemur
einnig í ljós í áburðartilraunum, þar sem sumir tilraunareitir eru
hafðir áburðarlausir. Gefa þeir eigi að siður oft talsverða upp-
skeru, sem virðist haldast að mestu óbreytt ár eftir ár, eftir að
vissu lágmarki er náð, þegar tilraunin hefur staðið i nokkur ár.
III. Efnasamsetning búfjáráburðar.
Mjög fáar innlendar efnagrciningar eru tii af búfjáráburði. Eftir
beiðni höfundar rannsakaði Atvinnudeild háskólans nokkur áburð-
arsýnishorn veturinn 1940—1941. Voru þau tekin af nýjum áburði
i flestum sýslum landsins þá um veturinn. Efnagreind voru 14
sýnishorn af hverri tegund búfjáráburðar og 2 af hænsnaáburði.
Áður höfðu verið efnagreind 4 sýnishörn af kúamykju, 7 af sauða-
taði, en ekkert af hrossataði. í eftirfarandi töflu er meðaltal allra
þessara efnagreininga. Til samanburðar eru í sviga sýndar norskar
niðurstöður (Dirks). Tölurnar eru % efna i áburði, eins og hann
kemur fyrir:
Köfn.efni (N2) Fosf.sj'ra (PzOs) Kalí (K2O) Vatn
Kúamykja . . 0,54 (0,38) 0,13 (0,11) 0,61 (0,46) 85,0 (87,6)
Sauðatað . . 0,82 (0,78) 0,24 (0,21) 0,68 (0,61) 68,6 (73,3)
Hrossatað . . 0,55 (0,63) 0,17 (0,28) 0,36 (0,59) 79,1 (78,5)