Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 21
BÚFRÆÐINGURINN
19
frá mjólkurkúm og áburður frá fullvöxnum dýrum betri en
l'rá dýruin í vexti.
Þegar um gamlan áburð er að ræða, er hirðing lmns þriðja
atriðið, sem hefur áhrif á notagildið, og verður það gert að
umtalsefni siðar í þessari ritgerð.
ú. Tegundir biífjáráburðcir.
Hér að framan hefur verið sýnt fram á það, að liinar ýmsu
tegundir búfjáráburðar liafa mjög mismunandi efnasamsetn-
ingu. Þessi mismunur stafar að nokkru leyti af því, að natns-
magn áburðarins er misjafnt. Ef miðað væri við þurrefni
hans, yrði útkoman talsvert önnur. Út í þá útreilininga
verður þó ekki farið hér. Af þessu leiðir meðal annars það,.
að áburðarmagn hinna ýmsu tegunda búfjár er mjög mis-
jafnt, miðað við fóðureyðslu. Fara má nærri um áburðar-
magnið með því að margfalda þurrefnismagn fóðursins með
vissri tölu, og er hún talin vera hjá nautgripum 3,5, sauðfé
2,0 og hrossum 2,5. Tilraunin á Hvanneyri, sein fyrr er getið,
og athuganir, er höfundur lét gera veturinn 1940—1941,
benda í þá ált, að þessar tölur séu ekki fjarri lagi hér á landi.
Að sjálfsögðu fer hlutfallstalan mjög eftir því, hversu auð-
melt fóðrið er svo og á hvern hátt beit er notuð, en það er
órannsakað mál, hvaða áhrif beitin hefur á hlutfallstöluna.
1. Kúamykja.
Um magn kúamgkju eru til ákvarðanir frá Hvanneyri 1913
og 16 athuganir, er höfundur lét framkvæma veturinn 1940
—1941. Niðurstaðan á Hvanneyri 1913 varð sú, að áburðar-
framleiðslan á kú og dag var 28,5 kg af saur og 5,17 kg af
þvagi yfir veturinn — eða alls 33,67 kg, en að sumrinu 15,1
kg af saur og 5,49 kg af þvagi — eða alls 20,59 kg. Meðal-
tal 16 athugana höfundar að vetri til er 26,8 kg af saur og
6,2 kg af þvagi, alls 33,0 kg. Samkvæmt Hvanneyrartilraun-
inni var ársrnykjan 8760 kg af saur og 1916 kg af þvagi —
eða alls 10676 kg. Kýrnar voru inni á gjöf 8 mánuði, og yfir
sumartímann (4 mánuði) voru þær hýstar um það bil hálfan
sólarhringinn. Athuganir höfundar, sem allar eru frá inni-
stöðutímanum, sýna heldur minna magn af saur, en rneira
af þvagi. Samkvæmt þeim ætti árssaurinn að vera um 8200