Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 24
22
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
menn, að ekki sé hentugt að nota hann einvörðungu handa
þeim jurtum, sem eiga að vera auðugar aí' sterkju, t. d.
kartöflum og korni. Aðrir telja hann góðan í kartöflugarða.
Engar innlendar rannsóknir eru til um sauðfjáráburð undan
grindum. Hann er mjög auðugur af vatni, en að öðru leyti
sennilega líkur taði.
Áburður undan geitum er mjög líkur sauðataði.
3. Hrossatað.
Magn hrossataðs fer mjög eftir því, hversu mikið hross-
unum er heitt. Samkvæmt athugununum veturinn 1940—
1941 er áburðarframleiðslan á hross um 20 kg á dag, og var
brossunum víðast beitt lílils háttar. Þau fengu að meðaltali
um 8 kg af heyi. Áburðurinn var veginn nýr. Að sumrinu
má safna allmiklu af hrossataði með þvi að hýsa hesta að
nóttu. Þetta er þó ekki gerlegt nema þar, sem hagar eru góðir,
stutt í þá og hestarnir ekki mikið notaðir. Undan hestum, sem
eru hýstir meira eða minna allan veturinn, er hægt að búast
við að fá 2500—3000 kg af áburði. Af 100 hlutum áhurðar er
um 80 saur og 20 þvag.
Efnamagn hrossataðs er að meðaltali um 0,5% köfnunar-
efni, 0,2% fosfórsýra og 0,4% kalí, en vatnsmagnið er um
79,0%.
Iielztn einkenni hrossataðs eru þessi: Hann er þurr og
laus, auðugur af rotnunargerlum. Hann er mjög lieitur
áburður. Er hann oft notaður sem hitagjafi í vermireitum.
Það er fljótvirkur, auðleystur áburður, sem hentar vel þétt-
um og köldum jarðvegi, en verkanir ]>ess eru ekki lang-
varandi. Hrossataðið tapar auðveldlega næringarefnum, en
nokkuð má draga úr tapinu með því að troða það vel sainan
eða hlanda með kúamykju. Það hentar vel öllum nytjajurt-
um, en einkum er það talið golt handa kartöflum. Engin
legund búfjáráburðar er eins breytileg að gæðum og lirossa-
tað. Þetta á orsök sína í því, að fóður hrossanna er hreyti-
legra en annarra tegunda búfjár. Stundum eru þau slríðalin
eins og mjólkurkýr, en stundum draga þau fram lífið á úr-
gangsrudda og beit.
4. Suínaáburður.
Talið er, að svin, sem vegur 70 kg, framleiði um 4 kg af áburði
daglega. Þvagmagnið er talið álíka mikið og saurinn, en getur þó