Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 30
28
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
Tilraunin sýnir ótvírætt, að mómold er bezti iburöurinn.
Það þarf minnst af henni til þess að sjúga í sig rakann, og hún
bindur stækjuna vel — eða um helming hennar. Nægilegt virð-
ist 6 g í 25 cm3, en það svarar til um 1,5 kg á kú á dag. Gömul
haugaska bindur einnig vel stækjuna, eða rúmlega helming
hennar. Aftur á móti eru áhrif mjrrar ösku gagnstæð. Þegar
notuð eru 4 g mómoldar, er tapið 77,5%, en sé bætt við 6 g
taðösku, eykst tapið upp í 94,4%. Móaska bindur lítið eitt af
stækjunni. Heysalli eða síunarpappír (þerripappír) bindur
stækjuna ekki, og úr opinni skál gufar hún svo að segja öll.
En sé lag af smurningsolíu sett ofan á, verður tapið elíkert,
það leyfir stækjunni elcki að komast burt. Olían var þunn og
lagið ekki þykkra en svo, að það rétt huldi yfirborðið. Þetta
er mjög athyglisvert, og mætti ef til vill notfæra sér það á
hagnýtan hátt.
Súrstig mómoldar reyndist pH 5,0, en í móösku 6,8 og
gamalli haugösku 4,8. Köfnunarefnið gat ekki tapazt öðru-
vísi en í loftkenndu ástandi.
2. Notkun íburðar.
Notkun íburðar fer mjög eftir því, á hvern hátt áburður-
inn er geymdur. Um langt skeið var það skoðun lnifræðinga,
að bezt væri að geyma fastan og fljótandi áburð saman, en
blanda í hann það miklu af íburði, að efnið yrði samfellt og
])élt. Þannig fengist mestur og beztur áburður, hvort sem
hann væri geymdur sem tað undir búfénu eða á sérstökum
geymslustöðum. Síðari ára rannsóknir hafa sýnt, að þessi
kenning þarf endurskoðunar við.
Við tilraunastöðina í Aarslev í Danmörku vorn árin 1911-1926
gerðar mjög víðlækar tilraunir með búfjáráburð'. Tilraunir þessar
fjölluðu aðallega um kúamykjn, magn hennar, efnasamsetningu,
geymslu og notkun. Þykja þær merkilegustu tilraunir, sem gerðar
hafa verið á þessu sviði á Norðurlöndum. Er allmikið vitnað til
])eirra i ritgerð þessari, því að innlendar tilraunir á þessu sviði
eru mjög fáar til. í eftirfarandi töflu eru sýndar nokkrar niður-
stöður frá Aarslev um íburð. í öllum tilraunaliðunum var notað
lítils háttar af hálmi (%—1 kg á kú á dag). Allt þvagið var leitt í
þvagþró nema það, sem íburðurinn batl, og var það mjög mismikið.
1 síðasta tilraunaliðnum var þvaginu þó ausið yfir áburðarhauginn.