Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 31
BÚFRÆÐINGURINN
29
Áburður Aburðarmagn Tap Vaxtarauki
daglega á kú og ár k.efnis Fe af Hlut-
kg á kú Saur Þvag afáb.alls ha fallst.
1. %—1 kg hálmur 8541 3700 7,5 1026 100
2. — + 4 kg hálmur 10303 3501 10,8 1011 99
3. • — + 1,25 kg mómold 10504 2202 10,3 937 91
4. + 2,5 kg mómold 11441 1810 10,6 992 97
5. — + 4,0 kg hálmur 13912 0 27,3 893 87
Svo var um áburðargeymsluna búið, að enginn lögur gat sigið
frá henni. AIH lapið hlaut þvi að verða í loftkenndu ástandi. At-
hugum nú niðurstöðurnar.
Þegar 4 kg af hálmi er bætt við hinn vanalega íburðarskammt,
minnkar þvagmagnið i þvaggryfjunni um 259 kg, en hinn fasti
áburður eykst hlutfallslega. Við þetta vex tap köfnunarefnis úr
7,5% upp í 10,8%. Mömoldin hefur enn meiri áhrif. Hún sýgur
meira í sig af þvagi. Við ]jað rennur minna i þvagþróna, um 2000 kg,
en fasti áburðurinn vex. Köfnunarefnistapið eykst talsvert við þetta,
upp i 10—17%. En mest eykst tap köfnunarefnis, þegar öllu þvag-
inu er hellt yi'ir áburðarhauginn. Þá hverfur rúmlega V, af þvi út i
andrúmsloftið. Þessi síðasta geymsluaðferð mun þvi miður víða
eiga liliðstæðu hér á landi, þar sem áburðurinn er geymdur bland-
aður með litlum eða engum íburði.
Nú er þess að gæta, að köfnunarefnistap þetta mun aðallega
verða úr hinum l'ljótandi áburði, þvaginu, því að köfnunarefnissam-
bönd saursins eru flest svo torleyst, að þeim er ekki mikil hætta
búin við tapi. Það er því auðleystasti hluti köfnunarefnisins, sem
tapast. í öftustu dálkunum tveimur er sýndur vaxtaraukinn í fóður-
einingum og hlutfallstölum, en áburðarlaust gaf 2294 fe á ha. Þær
tölur sýna, að geymsluaðferðirnar verða ekki dæmdar eftir köl'n-
unarefnistapinu einu sáman. Þannig gefur 4. liður meiri uppskeru
en 3. liður, þótt tap köfnunarefnis sé meira, og 5. lilraunaliðurinn
gefur meiri uppskeru en húast mætti við (87), þegar litið er til
hins mikla köfnunarefnistaps.
Þessi tilraun sýnir glöggt, að köfnunarefni áburðarins tap-
ast sízt, þegar þvag og saur cr gegmt aðskilið. Skal þá nota
eins lítinn íburð og hægt er vegna búfjárins, svo að þvagið
geti sem mest runnið í þvaggryfjuna, en þar geymist það bezt.
Þegar mómold var notuð, var tapið meira en með hálmi. Þetta
orsakast aí' því, að mómoldin saug í sig meira ai' þvaginu en
hálmurinn og minna fór i þvaggryf juna.
Þegar áburðurinn er fluttur á geymslustaðinn, á hann að
vera það milcið blandaður íburði, að hann sé þétt, rakt, sam-
fellt efni. Þetta gildir, hvort sem þvaggryfja er til eða ekki.