Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 33
BÚFRÆÐINGURINN
31
Eftirfarandi tilraun er gcrð af Tovberg Jensen, Danmörku:
Geymsluefni i 1000 1 þvags
Ekkert ..................
Tap köfnunarefnis i %
Kalciumklorid (CaCle), 31 kg ...........
Noregssaltpétur (CaCNOals), 20 kg.......
— 50 —
Superfosfat (Ca(H2PO,)2 + 2CaSO<), 10 kg
— 106 —
Noregssaltpétur og superfosfat 30 + 20 kg
08,8
4,8
60.8
7,7
00,0
26,2
7,3
Geymsiuefnin verka ]>vi vei, ef nógu mikið er notað af þeim. liezt
viröist aö nota saman saltpétur og superfosfat. Við það verður þvagiö
allmiklu sterkari áburður, og einkum er það gagnlegt, að magn þess af
fosfórsýru eykst verulega. Mundi mega blanda þvagið með vatni til
lielminga og þó búast við sömu áhrifum og venjulega af því óblönduðu.
Þetta eykur vinnu við áburðardreifingu, svo að ekki cr liklegt, að það
svari kostnaði. Iíkki eru mér kunnar aðrar tilraunir i ]>essu efni, og verð-
ur að svo komnu að telja, að geymsluefnin hafi ekki hagnýta þýðingu.
Eitt vor var á Hvanneyri reynt að blanda superfosfati saman við þvagið,
um ieið og ekið var út, en það reyndist örðugleikum l>undið að fá
superfosfatið til að blandast þvaginu nægilega vel og vildi falla til botns.
11. Efncibreytingar ábarðarins.
Efnabreytingar áburðarins verða fyrst og frenist af völdum
gerla af ýmsum tegundum. Saurinn er auðugur af þeim smáver-
um, er hann kemur frá dýrunum. Og enda þótt þvagið sé gerla-
snautt i fyrstu, þá fær það strax í sig aragrúa af þeim úr saurnum
og frá öðrum stöðum. Ytri skilyrði, sem sem hiti, raki og loft, hafa
svo áhrif á það, hvernig starfsemi þessara smávera verður, og
þess vegna verður hún mjög svo breytileg á hinum ýmsu stöðum.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að mjög er erfitt hér á landi
að notfæra sér niðurstöður erlendra rannsókna um geymslu
áburðarins og notkun.
1. Iielztu efnabreijtingar i binnm fasta áburði.
a. Kolvetni saursins geta ummyndazt á þrennan hátt:
í fyrsta lagi getur átt sér stað fiillkomin sýring, svo að lokum
myndist kolefnistvisýringur (CO„) og vatn (H.O). Þetta tekur oft-
ast alllangan tima og verður tæplega á geymslustaðnum, svo að
nokkru nemi, nema hitinn sé mjög mikill. Úti i jarðveginum verð-
ur þetta yfirleitt lokaþáttur efnabreytinganna.
í öðru lagi geta myndazt lífrænar sijrur, t. d. edikssýra, propion-
sýra, smjörsýra og mjólkursýra.
í þriðja lagi á sér stað myndun moldefna, — humus. Þau gefa
áburðinum sérkennilegan dökkan lit. í humusefnunum eru fjölda
mörg efnasambönd, sem eru ekki að öllu leyli þekkt. Þau mynda