Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 35
BÚFRÆÐINGURINN
33
c. Steinefni. Kalíið er í tiltölulega auðleystu ástandi í saur, en
gerð áburðarins mun vart hafa áhrif á það. Fosfórsýran breytist
raunverulega ekki heldur nema að ])ví leyti, sem hún er bundin
torleystnm eggjahvítusamböndum. Leysist hún úr læðingi vi'ð
rotniin þeirra.
2. Helztu efnabi-eytingar i Jwagi.
Þegar þvagið kemur frá dýrunum, er það auðugt af lægri
köfnunarefnissamböndum. Mest er í þvi af þvagefni (CO(NH2)2)
og hestaþvagsýru (C„H,,N03). Þessi efni geta bæði myndað kol-
,súra stækju. Þvagefnið breytist eftir þessari formúlu:
CO(NH„)„ + 2H„0 = (NH,)„C03
Kolsúra stækjan er mjög rokkennd, eins og áður er getið, og klofn-
ar auðveldlega í stækju, kolefnistvísýring og vatn.
Rreyting þvagefnisins í kolsúra stækju verður af völdum vissra
gerla. Framleiða þeir gerðkveikjuna urease, sem raunverulega
orsakar efnabreylinguna. Til þess að gerlarnir geti starfað, þurfa
að vera fyrir hendi viss skilyrði, og skulu þau nú talin:
Hiti. Starfsemi þessara gerla byrjar við 5—10° hita, er orðin
nokkuð ör við 18—20° og mest við 37°. Eflir það fer hún minnlc-
andi. Á þessu sést, að í búpeningshúsum, einkum fjósum, eru
úgæt hitaskilyrði fyrir gerlana, og þar verður stækjumyndunin ör.
Við rannsóknir, sem gerðar voru við dönsku tilraunastöðina i
Askov, kom það þannig í Ijós, að i þvagi, sem safnað var jafnt
í 12 klst., var meira en helmingur af köfnunarefnissamböndum
þvagsins orðið að stækju, og aðrar tilraunir sýndu, að eftir fáa
daga náði þessi ummyndun til 80—90% af köfnunarefninu. í
haughúsum og safnþróm er hitinn minni og stækjumyndun þar
þvi ekki eins ör, a. m. k. yfir veturinn. Og í haugum, sem geymdir
•eru úti, á sér sennilega lítil eða cngin stækjumyndun stað að vetr-
inum til og fram á vor, á meðan klaki er i áburðinum. Sam-
kvæmt dönskum rannsóknum er %—% hluti af köfnunarefni
áburðarins í stækju.
Loft. Gerlarnir, sem vinna að myndun stækjunnnar, þurfa
flestir súrefni loftsins til þess að geta starfað. Þó er talið, að
sumir ]>eirra geti verið án lofls og þannig séu möguleikar fyrir
því, að stækjumyndun eigi sér stað einnig inni í áburðarhaugun-
um. Slíkir gerlar kallast loftfælnir (anaerob) i mótsetningu við
hina, er kallast loftsælnir (aerob).
Raki er nauðsynlegur öllum gerlum. 1 mjög þurru efni leggjast
þeir í dvala. Hins vegar getur rakinn orðið of mikill, t. d. ef hann
fyllir flest eða öll holrúm efnisins og útilokar þannig loftið. í
hrossataði og sauðataði er rakastigið mjög hentugt fyrir þessa
3