Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 38
36
BÚFRÆDINGURINN
þekkja þessa liluli og í'ara þannig með áburðinn, að efna-
breytingarnar verði honum í vil, en ekki í óhag.
Eftir því, hversu rotnun áburðarins er langt á veg lcomin,
er talað um hálfbrunninn áburð, þar sem stráhlutar eru orðn-
ir dökkir að tit og stökkir og áburðurinn hefur þá misst um
20% af þunga sínum og oft um og yfir 10% af köfnunar-
efninu, eða brunninn áburð, þar sem stráhlutar eru lítt að-
greinanlegir frá áburðinum sjálfum og áburðurinn er dökk-
ur að lit og meyr, en þungamissir hans er um 40% og tap
köfnunarefnis um og yfir 20%. Þessar tölur eru frekar nefnd-
ar sem dæmi en algild regla. Talið er erlendis, að eftir 6—8
vilcur, að sumarlagi, verði áburðurinn hálfbrunninn og eftir 12
—16 vikur brunninn. Hér á landi tekur rotnunin lengri tíma.
Við rotnunina sígur áburðurinn saman, og eðlisþyngd
hans eykst. 1 m3 af þvagi vegur um 1000 kg, en 1 m® af föst-
um áburði 650—1200 kg (Ödegaard). Al' blandaðri kúamykju
má gera ráð fyrir, að 1 m3 vegi 700—800 kg (nýr áburður),
en 800—900 kg af rotnuðum áburði. Hrossatað vegur nokkru
minna, en sauðatað meira. Samkvæmt því, sem sagt er að
framan um kúamykju, er ársframleiðsla hennar um 10500
kg á nautgrip. Við geymslu má búast við, að hún Jcttist niður
í 8000—9000 kg, og svarar það til um 10 m“ að rúmmáli.
Þessar tölur, sem nú hafa verið nefndar um tap áburðar-
ins, eru norskar. Danir telja, að við sæmilega góða geyinslu
tapist 10—15% af köfnunarefni áburðarins, mjög lítið af stein-
efnum hans og hann missi um 10—15% af þunga sínum. Við
tilraunirnar í Aarslev tapaði kúasaur 7—15% af lcöfnunarefni
sínu í flestum tilraunaliðunum (mest 27,3%) og þvagið 6—
10% (mest 14,3%). Þar, sem áburðurinn er geymdur bland-
aður, má gera ráð fyrir, að meira tapist en þetta.
III. Gexjmsluaðferðir.
Takmarkið með geyinslu búfjáráburðar er það að safna
eins miklu af áburði oq unnt er og geyma lxann þannig, að
cfnabregtingar hans verði henlugar og sem minnst tapist af
verðmætum efnum úr honum. Geymsluaðferðirnar má flokka
á eftirfarandi hátt:
1. Áburðurinn geymdur undir búfénu, tað.
2. Áburðurinn geymdur á sérstökum geymslustöðuin.