Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 40
38
BÚFRÆfilNGUIiINN
Með þessari aðferð safnast yfirleitt mikill og góður áburð-
ur. Saur og þvag blandast vel saman og við íburð þann, er
notaður kann að vera. Dýrin troða áburðinn Arel saman, svo
að gerð í honum verður ekki eins ör, en stækjan og aðrar
lofttegundir, er myndast, l)indast í hinu efsta raka lagi
áburðarins að nokkru leyli og í íburðinum. Sé tað látið
standa í húsunum nokkurn tíma, ei'tir að búfé er sleppt, er
gagnlegt að strá lagi af góðum íburði (mómold) yfir áburð-
inn til þess að minnká uppgufun stækjunnar. Ef ekki er
hægt nð nota svo mikið af iburði, að legurúm dýranna verði
þurrt og þokkalegt, er söfnun áburðarins sem taðs óhæf
geymsluaðferð. Legurúmið verður þá blautt og kalt, slæm lykt
kemur í húsin, og heilsu búfjárins er hætta búin við að standa
niðri í bleytu og óhreinindum. Þetta er of víða þekkt í hest-
húsum hér á landi.
Við taðsöfnun sparast dagleg vinna við útmokstur áburð-
ar. Getur þetta hæði verið kostur og galli. Fer það eftir því,
á hvern hátt vinnukrafti heimilisins er háttað. Sérstakar
áburðargeymslur sparast einnig, og gerir það meira en að
vega á móti því, sem húsin þurfa að. vera hærri vegna
taðsins.
Um eitt skeið var svo mikil trú á taðsöfnun, að jafnvel kúa-
mykja var geymd þannig suins staðar erlendis. Var þá notað mjög
mikið af iburði og hafðar færanlegar jötur, svo að byggja varð
fjósin nokkiið há. Vetrarmykjunni var vanalega safnað allri á
þennan hátt, því að ekki þótti fært vegna ólofts og kulda að moka
undan kúnum að vetrinum. Algengust var þessi söfnun i Þýzka-
landi og Belgíu, og mun orsök lil ]>ess meðal annars hafa verið
rannsókn Stutzers, sú er hér fer á eftir;
Köfnunarefni Auðleyst Torlejrst °/o Alls Fosfórsýra Kalí
í haug, vel hirtum . .. . 0,13 0,42 0,55 0,25 0,70
Undir búfé sem tað . . 0,27 0,38 0,65 0.40 0,80
Þessi rannsókn er taðinu mjög i vil. Auðleyst köfnunarefni og
steinefni eru mun meiri i taði en i haugnum. Hið auðleysta köfn-
unarefni hefur vafalaust verið stækja, sem eðlilega liefur geymzt
betur i taðinu en meira eða minna lausum áburðarhaug. Hill
virðist torskildara, að svo mikill rnunur skyldi vera i steinefna-
forðanum, einkum forfórsýrunni, ef haugurinn hefur raunverulega
verið ,,vel hirtur“. Rannsókn frá Lauchstádt í Þýzkalandi sýnir
nokkuð aðra útkomu. Áburði var safnað undan sömu tölu dýra: